Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
Það er mikið að gerast á "stóru heimili" þessa dagana. Um síðustu helgi var ég á faraldsfæti með námskeiðin mín. Byrjaði í Reykjavík á laugardeginum og var þá með fyrirlestur fyrir fagfélag skurðhjúkrunarfræðinga á Grand Hótel. Strax af því loknu varð ég að hendast vestur að Reykjanesi við Ísafjarðardjúp en þar var ég með námskeið á sunnudagsmorgninum. Eftir hádegi keyrði ég svo suður aftur í frábæru veðri og það var ekki leiðinlegt að aka niður af Þorskafjarðarheiðinni niður í Breiðafjörðinn skammt frá Bjarkarlundi. Eftir helgina var svo námskeið fyrir Securitas þannig að þessa var nokkuð annasöm helgi.
Sonja Liv fór í kirtlatöku í gær og nú bíð ég eftir að heyra hvernig hefur gengið. Mér er enn í fersku mynni þegar ég fór í svipaða aðgerð á barnadeild Landakotsspítala og þurfti þá að liggja inni í um viku tíma. Sonja Liv er hörku stelpa og verður örugglega búin að jafna sig á þessu á örfáum dögum.
Birna var að fá sér nýjan bíl í Ameríku og er voða montin. Þetta er greinilega töluvert minna farartæki en maður á að venjast þarna í vestrinu en nú er bensínið orðið dýrt þar líka svo "minna er betra"
Chloe er væntanleg heim í smá helgarfrí núna um helgina. Kemur heim á föstudagskvöld og flýgur til baka aftur á mánudag. Hún er komin á fullt í arkitektaskólanum í Newcastle og líkar rosa vel.
Vinir og fjölskylda | 9.10.2007 | 11:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
"Nú berast þær fréttir að eitt frægasta ryþmapar rokksögunnar muni dvelja á Hótel Borg í nokkra daga í upphafi októbermánaðar. Sem er gleðifregn. Vonandi verður gott veður og þeir Ringo og Paul látnir í friði. Sem ég býst alveg við enda eru þetta pensjónistar. Maður á að vera almennilegur við eldri borgara og sýna þeim tillitssemi."
Vinir og fjölskylda | 3.10.2007 | 13:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Vinir og fjölskylda | 2.10.2007 | 11:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Gísli Blöndal
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
Ía Jóhannsdóttir
-
.
-
Einar Bragi Bragason.
-
Grétar Örvarsson
-
Gísli Tryggvason
-
Ingólfur H Þorleifsson
-
Jón Axel Ólafsson
-
Jónína Benediktsdóttir
-
Magnús Ragnar Einarsson
-
Morgunblaðið
-
Sigurður Þorsteinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Þorsteinn Briem
-
TómasHa
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Guðrún Katrín Árnadóttir
-
Hörður Hilmarsson
-
Jón Gerald Sullenberger
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Krummi
-
Lionsklúbbur Seyðisfjarðar
-
Óttar Felix Hauksson
-
Seyðfirðingar
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Skuld bókabúð
-
Þórir S. Þórisson
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar