Það voru blendnar tilfinningar að horfa á eldsvoðann í Gullauganu (Síðumúla 34) síðdegis í dag. Ég á merkilegar minningar tengdar þessu húsi fá árum mínum hjá Hagkaup. Þarna var til húsa Grænmetisverslun landbúnaðarins (ríkisins) sem hafið með höndum einokun á innflutningi og sölu á m.a. kartöflum. Mér er minnistætt þegar þeir buðu íslendingum upp á ónýtar kartöflur frá Finnlandi sem þeir höfðu fengið í skiptum fyrir kindakjöt. Þá var bæði okkur starfsfólki Haugkaups og að sjálfsögðu neytendum nóg boðið og við fórum í svokallað "kartöflustríð". Það kom í minn hlut að annast "stríðsreksturinn" og fara m.a. í það í samvinnu við vin minn hjá Dreifingu, Hauk Hjaltason að flytja inn "ólöglegar" kartöflur frá Bretlandi og Hollandi. Ég man líka eftir ferð austur á Höfn í Hornafirði til að gera innkaup á kartöflum beint frá bændum fram hjá kerfinu.
Forstjóri Grænmetisverslunar landbúnaðarins, með dyggri aðstoð forystumanna bæandsamtakanna, svöruðu þessum ósvífnu árásum okkar Hagkaupsmanna, fjölmiðla og almennings af fullri hörku en urðu að lokum að láta í "minni (kartöflu)pokann. Við unnum "kartöflustríði" eins og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sigraði eldsvoðann í Gullauganu í dag.
Þeir voru ófáir sem þökkuðu okkur í stríðslok og minnisstæðust er þessi vísa.
Gísli hann er konum kær
kætast þær að vonum.
Því allar vilja eignast þær
útsæði frá honum.
Sigmund hinn snjalli teiknari birti í Morgunblaðinu myndina sem hér fylgir með.
Búið að slökkva eldinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vinir og fjölskylda | 10.3.2009 | 21:28 (breytt kl. 21:30) | Facebook
Um bloggið
Gísli Blöndal
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Ía Jóhannsdóttir
- .
- Einar Bragi Bragason.
- Grétar Örvarsson
- Gísli Tryggvason
- Ingólfur H Þorleifsson
- Jón Axel Ólafsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Magnús Ragnar Einarsson
- Morgunblaðið
- Sigurður Þorsteinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- TómasHa
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Grazyna María Okuniewska
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Hörður Hilmarsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Krummi
- Lionsklúbbur Seyðisfjarðar
- Óttar Felix Hauksson
- Seyðfirðingar
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Skuld bókabúð
- Þórir S. Þórisson
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú tekur þig vel út á myndinni Gísli. Frekar úldin kartafla sem þú færð í þig en góð er vísan. Kveðja úr firðinum fagra.
Guðrún Katrín Árnadóttir, 12.3.2009 kl. 17:31
Thessi visa hefur verid samin eftir ad einhver sa mig,Elsu og Gylfa ;)
Birna (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 19:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.