Nýtt námskeið - Nú þurfum við öll að takast á við breytingar

Að takast á við breytingar

headerHvernig bregstu við öllum þeim breytingum sem nú eiga sér stað?  Reynist þér erfitt að sjá út fyrir rammann?

Til þess að nýta hæfileika okkar sem best verðum við að kunna aðferðir sem leiða okkur í átt til framfara.

Í síbreytilegu umhverfi verðum við að takast á við síbreytileg verkefni.  Við verðum að  þekkja styrkleika okkar og veikleika og kunnum að nýta okkur sem best þá hæfileika sem við búum yfir.

Flest erum við bundin í viðjum vanans og sjáum oft ekki út fyrir rammann - greinum ekki með jákvæðum hætti hvers við erum í raun megnug og hvernig við getum breytt aðstæðum okkur í hag.

Þetta námskeið hjálpar þér að takast á við verkefni þín í nútíð og framtíð. Þetta námskeið er um ÞIG og það hvernig ÞÚ ætlar að takast á við breytingar í lífi þínu. Það snýst líka um að sjá það jákvæða í lífinu frekar en það neikvæða. Ekki bara hvort glasið er hálf fullt eða hálf tómt heldur hvað er í glasinu!

Námsskeiðið er að hluta byggt á hugmyndum úr bókunum; Hver tók ostinn minn (Who Moved my Cheese), Yes! Attitude, Fiskur (Fish) og Change the Way You See Everything.

Á námskeiðinu lærir þú meðal annars:

Að viðurkenna og gera ráð fyrir breytingum

Að laga þig að breyttum tíma og nýta breytingarnar þér í hag

AHA formúluna

Að þú þarft að temja þér að búa til þitt eigið viðhorf og viðmót

Hvernig þú gerir þitt besta á hverjum degi

Að fas og framganga okkar skipti máli

Hvernig hægt er að hugsa jákvætt og að "Yes! Attitude" er gagnlegt á hverju sem gengur

Hvernig hægt er að "koma sér í stuð" á hverjum morgni og láta það endast allan daginn

Þetta námskeið er fyrir ALLA því ÖLL þurfum við að takast á við breytingar.

Námskeiðið er létt og hressilegt og tekur 3 klst. og byggir á fyrirlestri, hópavinnu og umræðum.

Leiðbeinandi er Gísli Blöndal, ráðgjafi, þjálfari og fararstjóri. Gísli er einn reyndasti leiðbenandi landsins með yfir 20 ára reynslu að baki og er þekktur fyrir hressilega framgöngu, lifandi og lærdómsrík námskeið.

gb_logo

 

Upplýsingar og bókanir í síma 690 7100

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband