Stutt í heimferð frá Rhodos

CIMG1596Nú styttist í heimferðina sem er á laugardaginn 27. sept. og ég þarf fyrst að lenda á Akureyri og þaðan til Keflavíkur og verð varla lentur fyrr en vel er liðið á aðfararnótt sunnudags. Síðasti hópurinn okkar hér kom allur frá Akureyri og þaðan átti að fljúga beint til Rhodos en vegna lélegra veðurskilyrða þurfti fólkið að taka rútu til Egilsstaða og fljúga þaðan til okkar. Vonandi verður allt eins og það á að vera á Akureyri á laugardaginn þannig að gestirnir okkar komist heim á skikkanlegum tíma og án rútuferðar.

Ég er með nokkur námskeið í byrjun október en síðan er planið að fara til Philadelphia að hitta dætur mínar og barnabörnin. Það er komið heilt ár síðan ég var þar síðast í heldur leiðinlegum erindagerðum og ég hlakka því mikið til að hitta fólkið mitt að nýju.

Rom-sjoppa á BarbadosÍ byrjun nóvember held ég síðan til Barbados, þaðan til Kúbu og loks til Dóminíska lýðveldisins og verð þar um jól og áramót og trúlega fram í byrjun febrúar. Þetta verður því sannkallað "Karabíska hafs" flakk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ía Jóhannsdóttir, 25.9.2008 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband