MR ingar skemmta sér vel á Rhodos

MR TOGA Rhodos 2008 004Meðal gesta sem dvelja hjá okkur um þessar mundir er rúmlega 180 6. bekkingar úr MR, sem eru hér í útskriftarferð. Krakkarnir eru öll á sama hótelinu og virðast kunna hag sínum vel. Þau skemmta sér konunglega og eru dugleg að skoða sig um. Síðasta mánudag fóru um 100 þeirra með okkur í skoðunarferð um Rhodosborg þar sem þau gleyptu í sig söguna. Við fórum m.a. upp á Akropolis og skoðuðum rústir Appolo hofsins og hinn forna íþróttaleikvang sem þar er. Þá fórum við inn í gömlu borgina og gengum um hverfi Jóhannesarriddaranna, niður Riddaragötuna og inn á Hippokratisartorgið. Við enduðum síðan í glæsilegum kvöldverði þar sem snæddur var grískur matur.
Í gærkvöldi var svo TOGA kvöldið þeirra sem mikil hefð er fyrir í útskriftarferðum. Þá klæðast allir TOGA búningi (sem er nú bara hvítt lak!), masseruðu frá hótelinu að veitingastað við ströndina þar sem hátíðin var haldin. Grill hlaðborð, drykkir og dúndrandi tónlist.
Það er óhætt að fullyrða að þau vekja mikla athygli hér enda glæsilegur hópur ungs fólks á ferðinni. Ég hef sett inn myndaalbúm með myndum frá því í gær.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband