Skógareldar á Rhodos

rhodes-mapSlökkviliðsmenn og flugvélar frá meginlandinu hafa í dag barist við skógarelda á suðurhluta Rhodos. Lýst var yfir neyðarástandi á stóru svæði þar sem að jafnaði margir ferðamenn fara um í skoðunarferðum. Þegar ég frétti síðast hafði ekki tekist að ráða niðurlögum eldsins en menn voru samt bjartsýnir á að það tækist áður en langt um líður. Hvorki við eða okkar fólk er í neinni hættu þar sem við dveljum öll á norðurhluta eyjunnar. 
Sagan á götunni segir að aldraður maður sem býr á þessu svæði hafi verið að raka saman laufi úti í skógi og fengið þá fáránlegu hugmynd að brenna laufið og áður en varði barst eldurinn í skóginn. Á kortinu hér til hliðar þar sem merkt er Profilia loga eldarnir en á skammt frá þessu svæði urðu miklir skógareldar fyrir 7 eða 8 árum síðan.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband