Orquestra Buena Vista Social Club spiluðu eins og englar á Rhodos.

 

Það var þétt setinn bekkurinn í Melina Merkouris Medival Moat Theater í gærkvöldi þar sem Kúbanarnir hreinlega fóru á kostum. Þvílík tónlist, þvílíkir snillingar, þvílík innlifun, þvílík hjartahlýja. Án nokkurs efa í mínum huga þá voru þetta 5 stjörnu tónleikar þar sem 13 snillingar fóru á kostum. Hvergi veikur blettur en samt held ég að stjarna kvöldsins hafi verið hinn aldni bassaleikari Cachaío Lópes. Allt sem þessi maður gerði var tær snilld. Oft var erfitt að greina hvað var maður og hvað hljóðfærið þetta hreinlega rann saman í eitt. Brasið og trommararnir ásamt Lopes voru grunnurinn og allt sem þar kom ofan á að meðtöldum söngvurunum var gert eins og einmitt svona ætti að gera þetta og án allrar fyrirhafnar.
Þegar Kúbanarnir höfðu lokið við að spila nokkur lög var kviknað í áhorfendum og margir þeirra fóru úr sætum sínum og tóku að dansa og syngja fyrir framan sviðið og stemmingin gat ekki verið betri. Þessir tónleikar voru undir berum himni með gömlu borgarmúra Rhodosborgar sem bakgrunn. Það verður spennandi að heyra hvernig stuðið verður í Vodafonehöllinni á morgun og bara í Guðs bænum ekki missa af Orqestra Buena Vista Social Club.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband