Vægur eftirskjálfti á Rhodos í nótt

 

Íbúðin er uppi og svefnherbergið í kvistinum efstÍ gær var töluverð umræða meðal íslendinganna hér hvort búast mætti við eftirskjálfta eftir stóra skjálftann í gærmorgun og ég heyrði í einum farþega sem var nokkuð uggandi. Popi ágæt vinkona okkar hér sagði okkur að fyrst aðalskjálftinn hafi verið þetta stór, 6,3 og staðið þetta lengi væru mun minni líkur á stórum eftirskjálfta. Og það reyndist mikið til í því.
Ég var á neyðarsímavaktinni í nótt og síminn vakti mig um kl. 2:45, sem betur fer ekki mjög alvarlegt mál. Eftir að símtalinu lauk fór ég að pæla í því hvort þetta væri hugsanlega fyrirboði, nú mætti búast við eftirskjálftanum á hverri stundu. Það reyndist rökrétt hugsun. Rétt fyrir klukkan þrjú tók sófinn minn örlitla samba-sveiflu. Þetta var greinilega eftirskjálftinn sem allir höfðu verið að tala um og var sem betur fer bara smá skjálfti og sennilega aðeins þeir fundið sem lágu kyrrir í rúminu sínu eða sófanum eins og ég.  Nú er þetta sennilega búið og vonandi verða a.m.k. fyrir 20 ár í næsta skjálfta hér.
Ég fékk hressilegt símtal frá farþega í morgun, sem er af suðurlandi og honum og hans fólki ber saman um að upplifa stóra skjálftann hér hefði verið afar líkt og skjálftann heima í vor nema þessi hafi staðið lengur. Hann hafði líka fundið fyrir smáskjálftanum í nótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband