Ég hef um langan tíma haldið því fram að ég þurfi ekki að þekkja til útvarpsmanna til þess að geta, með nokkurri vissu, sagt til um hvort þeir eru uppaldir á Reykjavíkursvæðinu eða úti á landi. Sumir útvarpsmenn, sennilega þó ágætlega menntaðir, eru oft svo grunnir í tali sínum um menn og málefni að greinilega má heyra að reynsluheimur þeirra er afar þröngur. Þeir þekkja ekki af eigin raun lífið í landinu sínu. Uppeldisstöðvarnar hafa sennilega verið bundnar við ákveðið hverfi í Reykjavík og lítið verið farið út fyrir það.
Útvarpsstöðin mín í langan tíma hefur verið Rás 2 og uppáhalds útvarpsmaðurinn minn er og hefur verið Magnús Einarsson, sem nú kveður Rás 2 eftir langa og farsæla veru þar sem einn af burðarásum stöðvarinnar. Ég verð að taka það fram hér að ég er e.t.v. ekki alveg hlutlaus, þar sem við Magnús höfum verið vinir frá því við vorum tæplega unglingar. Ein af mörgum ástæðum þess að ég dái Magnús svo mikið sem útvarpsmann er reynsla hans og þekking á ótal mörgum málum, sem hann hefur verið ólatur að miðla þjóðinni í þáttum sínum. Hann hefur líka það sem góður útvarpsmaður þarf að hafa, djúpan skilning á öllu því sem er að vera íslendingur. Hann er auk þess víðsýnn og vel ferðaður, áhugamaður um stjörnufræði, tónlistarmaður af Guðs náð og svo mætti lengi telja. Allt þetta og mikið meira til gerir hann að góðum útvarpsmanni.
Þetta á ekki að verða nein lofrulla um Magnús vin minn og því síður ætla ég mér að mæra hann í hástert. Það vill bara svo vel til að hann er frábært dæmi um það hvernig ég vil hafa góðan útvarpsmann og ég vona svo sannarlega að Rás 2 hafi fundið ekki bara rödd í staðin heldur manneskju með vit og skilning á því hvernig góður útvarpsmaður miðlar af reynslu sinni og þekkingu. Ég veit að ég mæli fyrir hönd ótal margra þegar ég segi; Magnús, þín mun verða sárt saknað.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | 1.5.2008 | 12:21 | Facebook
Um bloggið
Gísli Blöndal
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Ía Jóhannsdóttir
- .
- Einar Bragi Bragason.
- Grétar Örvarsson
- Gísli Tryggvason
- Ingólfur H Þorleifsson
- Jón Axel Ólafsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Magnús Ragnar Einarsson
- Morgunblaðið
- Sigurður Þorsteinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- TómasHa
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Grazyna María Okuniewska
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Hörður Hilmarsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Krummi
- Lionsklúbbur Seyðisfjarðar
- Óttar Felix Hauksson
- Seyðfirðingar
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Skuld bókabúð
- Þórir S. Þórisson
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.