Virðuleg útför frænda míns séra Gunnars Gíslasonar í Glaumbæ

Séra Gunnar í GlaumbæVið lögðum land undir fót síðasta föstu dag feðgarnir, ég pabbi og Ólafur Einarsson mágur minn og fórum norður í Skagafjörð til þess að vera við út för séra Gunnars Gíslasonar móður bróður míns. Jarðarförin var á laugardagsmorgni þannig að við gistum á Löngumýri aðfararnótt laugardagsins.  Mikill mannfjöldi sótti jarðarförina enda var Gunnar höfðingi í Skagafirði í marga áratugi. Hann fæddist á Seyðisfirði 5. apríl 1914 og vígðist til Glaumbæjarprestakalls 1943. Hann sat á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá árinu 1959 til 1974. Athöfnin var afar falleg og virðuleg eins og við átti en séra Dalla Þórðardóttir og séra Gísli Gunnarsson, sonur séra Gunnars jarðsungu. Að athöfn lokinni var mjög fjölmenn erfidrykkja á Löngumýri.
Það voru margar góðar minningar sem skutu upp kollinum í þessari heimsókn í Skagafjörðinn ekki síst frá því að ég var sem barn í sumarbúðum á Löngumýri. Þegar þeim lauk kom frændi minn séra Minjasafnið í GlaumbæGunnar og sótti mig til að fara með mig í Glaumbæ þar sem ég átti að dvelja í nokkra daga.  Það fyrsta sem Gunnar sagði við mig þegar hann sá mig var "habbðiru það gott frændi minn" með sínum fágað skagfirska framburði.  Dvölin í Glaumbæ þetta sumarið var ekki löng en engu að síður mjög eftirminnileg ekki síst leikir okkar frændsystkinanna í gamlabænum sem nú er minjasafn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband