Góðir dagar á Seyðisfirði

Í veislu hjá Sollu og GylfaÞað voru góðir dagar sem við áttum á Seyðisfirði um páskana. Við félagarnir Óli Már og synir hans Bjarki Már og Ólafur Ægir keyrðum austur á miðvikudeginum og komum aftur í bæinn seint á mánudagskvöld. Skíðafæri var fínt í Stafdal en besti dagurinn var á páskadag. En það var fleira á dagskránni hjá okkur. Fyrir utan góðar heimsóknir sem við fengum í Dröfnina við Austurveg þá fórum við á helstu kaffihús bæjarins; í Esso-sjoppuna, Kaupfélagið og Golfskálann. Þá var líka farið á Lions-bingóið á laugardagskvöld. Á páskadagskvöld vorum við svo boðnir í glæsiveislu hjá Sollu og Gylfa í Björgvin við Vestuveg - ógleymanlegt.  Það var ótrúlaga gaman að hitta allt þetta góða fólk sem ég þekki þarna ennþá og ekki síðra var að skoða bæinn og dást að öllum gömlu fallegu húsunum. Ég smellti myndum af þeim húsum sem vörðuðu líf mitt á Seyðisfirði og hef sett þær inn í sér albúm undir "myndaalbúm"

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband