SF ALP félagar mínir fyrir austan fullyrða við mig að aðstæður í Stafdal séu eins góðar og best verður á kosið og ég sé í fréttum að þar var nýr skíðaskáli vígður við hátíðlega athöfn um helgina.
Þegar ég bjó á Seyðisfirði, sennilega sumarið 1972 eða 1973 gekk ég um þetta svæði með Eiríki nokkrum, sem oft var kenndur við Kerlingafjöll, og einhverjum útlendum spekúlöntum í leit að framtíðarskíðalandi fyrir Austurland. Ekki var nokkrum blöðum um það að fletta að þeir vöru afar hrifnir af svæðinu í Stafdal, sem að lokum varð fyrir valinu. Það verður gaman nú 35 árum síðar að skíða í fyrsta skipti á þessu svæði, sem þeir félagar mæltu svo mjög með. Það verður ekki síður gaman að koma í minn gamla heimabæ og anda að sér liðnum tíma og njóta þess að rifja upp gamlar minningar.
Myndin sem hér fyrir ofan er tekin af Sandhólatindi, norðanmegin við Seyðisfjörð. Ég á í hugskoti mínu góðar minningar frá því að við Theodór bróðir fórum í ævintýralega skíðaferð upp á tindinn, sem er rúmlega 1000 m hár. Þar fórum við drengirnir, sennilega 10 til 12 ára gamlir með nokkrum afburða Seyðfirskum skíðamönnum ásamt Þorbirni Arnoddsyni snjóbíla- og ferðafrömuði og renndum okkur alla leið niður á Háubakka. Þetta þótti á þeim tíma mikið afrek, bæði það að Þorbjörn skildi komast langleiðina upp á tindinn á snjóbílnum sínum og eins það að við skildum allir komast heilu og höldnu niður á skíðunum. Myndina hér til hliðar fann ég á netinu en í myndatexta segir að Þorbjörn sé fremstur á myndinni. Myndin gæti verið frá svipuðum tíma og við fórum á Sandólatind eða eitthvað eldir. Sandhólatindur er snævi þakinn fyrir miðri mynd.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | 18.3.2008 | 13:55 (breytt kl. 13:57) | Facebook
Um bloggið
Gísli Blöndal
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Ía Jóhannsdóttir
- .
- Einar Bragi Bragason.
- Grétar Örvarsson
- Gísli Tryggvason
- Ingólfur H Þorleifsson
- Jón Axel Ólafsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Magnús Ragnar Einarsson
- Morgunblaðið
- Sigurður Þorsteinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- TómasHa
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Grazyna María Okuniewska
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Hörður Hilmarsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Krummi
- Lionsklúbbur Seyðisfjarðar
- Óttar Felix Hauksson
- Seyðfirðingar
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Skuld bókabúð
- Þórir S. Þórisson
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 148064
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góða skemmtun á Seyðisfirði og gleðilega páska kallinn minn.
Ía Jóhannsdóttir, 18.3.2008 kl. 15:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.