Sextugur, sexí, síungur og sætur?

60Í dag er dagurinn minn. Ég ætlað að halda upp á daginn með því að hitta fjölskyldu mína, vini og samferðafólk í gegn um árin á staðnum hans Gylfa, ORGAN, milli kl. 17 og 19 og vona auðvitað að sem flestir komi og hitti mig í augnablik. Þegar ég var að alast upp austur á Seyðisfirði leyfði mamma okkur systkinunum að ráða hvað við vildum hafa í matinn á afmælisdaginn. Þetta þótti okkur rosa skemmtilegt. Ég valdi alltaf þorskhrogn og þurfti stundum að redda þeim mörgum dögum áður. Þá gróf maður þau bara í snjóskafl fyrir fram eldhúsgluggann og þar voru þau fersk og fín á afmælisdaginn.  Í dag verða ekki hrogn í matinn en í staðinn valdi ég að fá vini mína úr Eindæmi í heimsókn og þeir ætla að spila með mér tvö lög í partýinu og þá gæti Einsdæmialveg eins verið von á Bótinni - Þokkabót. Þetta verðu ekkert smá gaman, strax kominn með fiðring í trommufótinn.
Börnin mín í Ameríku sendu mér blómvönd sem ég fékk í gærkvöldi og það gladdi mig mjög að hugsa til þeirra þegar ég vaknaði í morgun og horfði á blómin. Á sama tíma söng Chloe fyrir mig á Skypinu "happy birthday". Ekki amalegt að vakna við slíkar kveðjur. Ég er alveg viss um að þetta verður góður dagur og hlakka mikið til að hitta "fólkið mitt"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Skál fyrir þér síungi vinur.  Leitt að geta ekki mætt en við verðum með þér í huganum.  Vona að sem flestir Þorparar mæti hjá þér og þú fáir bikarinn sem Jói fékk um helgina.  Annars sagði hann nú við Þóri að hann týmdi varla að láta hann frá sér eftir svo stuttan tíma í hans vörslu.

Gaman að vita hvort hann stendur eða fellur með þessu.

Góða skemmtun og njóttu dagsins í botn!!!!!!!!!!!!

Ía Jóhannsdóttir, 26.2.2008 kl. 12:31

2 Smámynd: Magnús Ragnar Einarsson

Takk eðli vin fyrir partýið, þú hélst það eins og allt annað sem þú gerir af áreynslulausri fágun.

Heyrumst fljótlega,

ragnar elverhoj

Magnús Ragnar Einarsson, 2.3.2008 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband