Krabbinn sækir að

ElsaÞað er ekki allt of góðar fréttir af henni Elsu minni.  Lyfjameðferðin við heilakrabbameininu hefur gengið brösótt - en síma- og tölvusambandið mitt er í algjörum ólestri svo ég hef svo sem ekki nákvæmar fréttir af þessu. Vesenið byrjaði þegar hún ætlaði að byrja á öðrum lyfjaskammtinum sínum skömmu fyrir jól. Þá kom í ljós að tryggingafélagið hennar sagði að hún væri búin með "lyfjakvótann" og þeir myndu ekki greiða meira. Hver skammtur kostar nálægt $4.000 svo þetta var þungt högg. Einhverneigin náðu þau að bjarga þessu en hvernig veit ég ekki - of flókið til að útskýra í rándýru símtali.  Þegar hún var að fara að hefja lyfjaskammt númer þrjú kom í ljós að ígerð var kominn í beinin og heilann, sem mönnum leist ekki allt of vel á. Ígerðin hefur síðan eitthvað minnkað þannig að beðið er með frekari aðgerði í því máli. Loksins gerðist það svo um daginn að hún fékk annað flogakast, svipað því sem hún fékk í byrjun veikindanna nema nú var það að mestu hægra megin.  Ég hef ekki nýrri fréttir en er þó rólegur þar sem ég veit að þau geta komið boðum til mín ef eitthvað bjátar á.

Þóra Katrín og GísliUm daginn fékk ég tölvupóst frá vinkonu minni Þóru Katrínu á Ítalíu (Þóra vann með mér á Rhodos í fyrra sumar og við verðum þar aftur í sumar) þar sem hún segir mér frá því að Kikko, maðurinn hennar, hefði verið greindur og skorinn við sortuæxli í læri og krabbamein í eitlum. Aðgerðin tók fjórar klukkustundir og var mjög erfið.  Í síðasta tölvupósti til mín segir hún að það standi til að flytja hann á annan og betri spítala þar sem framhaldið ræðst. Bæði eru þau Elsa mín og Kikko korn ung og í blóma lífsins þegar krabbinn sækir að. Elsa er bráðum 37 ára og Kikko er 40. Það er eins gott að læknavísindin sýni nú og sanni á þessu unga fólki hvers þau eru megnug. Það sem við getum gert er að vera jákvæð og bjartsýn og senda endalaust góða strauma til þeirra sem við elskum og biðja allar góðar vættir um stuðning.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband