Guðmundur frændi var fæddur á Seyðisfirði 17. desember árið 1926 og var því liðlega tvítugur um það leiti sem ég kom í heiminn. Svo lengi sem ég man var Guðmundur uppáhalds frændi minn og vinur. Hann var í mjög mörgu mín fyrirmynd eða "idol-stjarna" eins og það er kallað núna. Alla mína barnæsku bjó hann í húsinu hjá afa og ömmu á Austurveginum og eftir að hann kvæntist Jónhildi þegar ég var 6 ára bjuggu þau sín fyrstu hjúskaparár þar. Guðmundur frændi var fyrirmynd mín á skíðum, hann var góður og kunnáttusamur ljósmyndari sem átti sína myrkrakompu og vann sínar myndir sjálfur. Hann smitaði mig af hvoru tveggja þó aldrei næði ég jafn góðum árangri og hann. Guðmundur Gíslason var einn vandaðisti maður sem ég hef kynnst. Hann var í Útvegsbankanum á Seyðisfirði með Theodóri afa og síðar Landsbankanum alla sína starfævi og þar sannaðist það á hverjum degi hversu vandaður hann var. Ég á Guðmundi frænda margt að þakka og það er margs að minnast þegar ég lít yfir genginn veg en ég læt þetta nægja að sinni. Jónhildi, Guðrúnu Valdísi, Friðrik og Val sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Vertu sæll kæri frændi og takk fyrir samleiðina.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | 19.1.2008 | 18:17 | Facebook
Um bloggið
Gísli Blöndal
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Ía Jóhannsdóttir
- .
- Einar Bragi Bragason.
- Grétar Örvarsson
- Gísli Tryggvason
- Ingólfur H Þorleifsson
- Jón Axel Ólafsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Magnús Ragnar Einarsson
- Morgunblaðið
- Sigurður Þorsteinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- TómasHa
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Grazyna María Okuniewska
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Hörður Hilmarsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Krummi
- Lionsklúbbur Seyðisfjarðar
- Óttar Felix Hauksson
- Seyðfirðingar
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Skuld bókabúð
- Þórir S. Þórisson
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gísli minn svona getur oft komið fyrir þá sérstaklega þegar slæmt samband er. Man eftir þessu hér áður fyrr þegar engin nettenging var hér og síðan bara gleymdi fólk að láta okkur vita ef einhver okkur nákominn féll frá. Stundum dálítið hvimleitt þegar við fórum e.t.v. að spyrja ættingja hvernig inn eða þessi hefði það. Pínlegt.
Erum að koma heim 5 febr. Þórir hittir ykkur örugglega í hádegismat ef ég þekki hann rétt. Ef til vill lít ég á ykkur líka. Hver veit?
Ía Jóhannsdóttir, 19.1.2008 kl. 18:27
Heill og sæll Gísli Blöndal.
Ég votta þér og fjölskyldu þinni samúð mína vegna fráfalls frænda þíns Guðmundar Gíslasonar. Megi guð og gæfa vera með þér.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 19.1.2008 kl. 18:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.