Elsa lögð af stað í næsta verkefni

 

S laga skurðurElsa hafði samband við mig í gærkvöldi og sagði mér að hún hefði byrjað fyrstu lyfjatörnina á mánudagskvöld.  Hún bar sig skrambi vel og sagði að ef þetta yrði ekki verra þá þakkaði hún sínu sæla.  Að sjálfsögðu fylgja þessu ógleði og vanlíðan.  Fyrst eftir lyfjatöku sagði hún að maginn hefði verði eins og sinueldur og hún hefði töluverðan brjóstsviða en hún er með lyf sem eiga að slá á þetta og vonandi virka þau.  Eins má búast við að hún finni fyrir mikilli þreytu þegar líður á. En Elsa er hetja eins og ég sagði líka um Birnu mína um daginn þegar hún bað mig að lýsa sér í einu orði; hetja sagði ég og það á við um þær báðar.  Þess má til gamans geta, þó það sé auðvitað ekkert gamanmál að lyfjaskammturinn hennar fyrir eina viku kostar um 3.500 $ og sem betur fer eru tryggingamálin þeirra í góðu lagi.  Afi með börnunumGylfi er núna úti hjá þeim systrum og segir Elsa að það sé mikil hjálp í að hafa hann. Gylfi ætlar að vera fram undir Thanksgiving og svo sjáum við til með framhaldið.
Fjölskyldan gaf mér þessa líka fínu myndavél áður en ég fór heim og myndirnar sem fylgja hér voru teknar á hana. Ástar þakkir elskurnar mínar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með Elsu og fjölskyldunni þinni Gísli, þið eruð öll sannar hetjur !  Við tökum þátt í þjáningum ykkar og vonum. Mikið eru barnabörnin yndisleg  :)  Megi Guð blessa ykkur öll og gefa styrk og bata.   kær kveðja Ásdís

Ásdís (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband