Nú styttist í Halloween

Elsa a leid heimHéðan eru bara góðar fréttir. Hægur bati en bati engu að síður. Elsa er á mjög sterkum lyfjum, sem gera hana mjög slappa og henni finnst heilinn stundum ekki finna það sem hann á að finna en við erum sannfærð um að það sé lyfjunum að kenna (eða þakka). Að öðru leiti gengur lífið sinn vana gang, börnin í skólanum og hundurinn í snyrtingu í dag.

Nú erum við kominn í fullan gang með að undirbúa Halloween, sem er á morgun (miðvikudag). Í gær vorum við að skera út grasker og í kvöld ætlum við að klára verkið. Börnin eru búin að fá búningana sína og reiknað er með að afi labbi með þeim í hús til að sníkja sælgætið.

Halloween-afiMyndirnar sem hér fylgja með eru af Elsu um það leiti sem hún var að fara af spítalanum í Philadelphia og hina af afa með Halloween-grímuna sína. Ég er ekki frá því að hann líti betur út en venjulega.  Góðar kveðjur til allra frá okkur öllum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband