Þetta er ótrúlegt. Um kl. 12 í dag hringdi Elsa og bað okkur að koma og sækja sig á spítalann, hún mætti fara heim ! Þá voru aðeins liðnir 44 klukkustundir frá því að aðgerðin var gerð. Það er hreint ótrúlegt að jafn mikil og flókin aðgerð skuli ekki taka meiri tíma og taki meiri ekki meiri toll af sjúklingnum en raun ber vitni. Elsa var líka heppin. Sjúkrahúsið í Philadelphia, sem heitir Jefferson Hospital for Neurosciens og er hluti af Thomas Jefferson University Hospital, er eitt hið besta í heimi og læknirinn hennar, Dr. David Andrews er talinn vera ein albesti heilaskurðlæknir í heimi. Hvorki meira né minna. Betra getur þetta ekki verið.
Þegar þetta er skrifað erum við öll komin heim á Stauffer Road og allir himin sælir. Elsa er auðvitað þreytt og á að hafa hægt um sig næstu vikuna en síðan tekur við daglegt líf með uppeldi fjögurra barna og öllu sem tilheyrir. Birna ætlar að vera hjá henni næstu vikur og það verður örugglega mikil hjálp í því.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | 28.10.2007 | 20:28 | Facebook
Um bloggið
Gísli Blöndal
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Ía Jóhannsdóttir
- .
- Einar Bragi Bragason.
- Grétar Örvarsson
- Gísli Tryggvason
- Ingólfur H Þorleifsson
- Jón Axel Ólafsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Magnús Ragnar Einarsson
- Morgunblaðið
- Sigurður Þorsteinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- TómasHa
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Grazyna María Okuniewska
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Hörður Hilmarsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Krummi
- Lionsklúbbur Seyðisfjarðar
- Óttar Felix Hauksson
- Seyðfirðingar
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Skuld bókabúð
- Þórir S. Þórisson
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elsku Gísli, Elsa, Mike, Birna og börn
Við erum ótrúlega glöð að heyra þessar frábæru fréttir. Það var aldrei neinn efi í okkar huga að þetta myndi ganga vel. Bænin virkar, það höfum við ítrekað upplifað. Við sendum ykkur öllum ástarkveðjur frá köldu Fróni þar sem snjóaði í fyrsta skipti í dag.
Afi Pétur, Maddý, Óli og Ísak
Afi, Maddý, Óli og Ísak (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 21:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.