Við Mike vorum á spítalanum hjá Elsu í allan gærdag (laugardag). Hún liggur á gjörgæsludeild og heimsóknartímarnir eftir ákveðnu kerfi. Við fengum að vera hjá henni í hálftíma í senn, frá kl. 12 til 12:30 og svo aftur kl. 14 til 14:30 o.s.frv. Henni leið eftir atvikum en var mjög þreytt þar sem hún hafði ekkert sofið um nóttina, hafði stöðugan höfuðverk og eins fannst henni rúmið ekki mjög þægilegt. Hún er á tveggja manna stofu og með ótal tengingar við ótal tæki og tól og tölvur. Síðdegis var konan við hliðina á henni flutt í burtu og þá fékk hún að skipta um rúm, fékk 2007 módelið og leið mikið betur á eftir. Við Mike fórum heim um kl. sjö og öll vorum við harla ánægð með batann því nú voru aðeins 24 stundir liðnar frá því að aðgerðinni lauk.
Ég var vaknaður snemma í morgun og Elsa hringdi um kl. átta. Hún sagðist hafa náð að sofa dálítið í nótt og var hljóðið í henni töluvert betra en þegar við Mike fórum af spítalanum í gærkvöldi. Höfuðverkurinn hefur minnkað og eins hefur dofinn í tungunni einnig minnkað en hún sagðist finna meira fyrir bólgum í andliti og í kring um skurðinn. Þetta er sagt mjög eðlilegt og bólgurnar ættu síðan að fara að minnka eftir að liðnar eru 48 stundir frá aðgerðinni. Hún á von á að hitta lækninn sem framkvæmdi aðgerðina síðar í dag og þá fær hún vonandi nákvæmari upplýsingar um framvindu næstu daga. Sjálfur reikna ég ekki með henni heim fyrr en á mánudag eða þriðjudag en auðvitað ráðum við engu um þetta. Birna og Mike eru að búa sig í að fara til Philadelphia og ver hjá henni í dag. Sjálfur ætla ég að vera með krökkunum og við ætlum að reyna að eiga góðan dag saman.
Álagið á símunum okkar allra var mikið í gær (sem betur fer). Ótrúlegur fjöldi fólks hefur verið að fylgjast með og senda góða strauma og óskir og fyrir það erum við öll ákaflega þakklát. Elsa biður mig að skila kveðjum og þakklæti til fjölskyldu sinnar og vina okkar á Íslandi sérstaklega til afa og systra minna fyrir góðar bænir og heita strauma. Við erum sannfærð um að nú sé þetta verkefni sem á hana var lagt að baki og bjartir tímar framundan. Alla síðustu viku er búið að rigna mikið en í dag er ekki skýhnoðri á himni og dagurinn eins fallegur og hann frekast getur orðið.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | 28.10.2007 | 14:00 (breytt kl. 14:03) | Facebook
Um bloggið
Gísli Blöndal
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Ía Jóhannsdóttir
- .
- Einar Bragi Bragason.
- Grétar Örvarsson
- Gísli Tryggvason
- Ingólfur H Þorleifsson
- Jón Axel Ólafsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Magnús Ragnar Einarsson
- Morgunblaðið
- Sigurður Þorsteinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- TómasHa
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Grazyna María Okuniewska
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Hörður Hilmarsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Krummi
- Lionsklúbbur Seyðisfjarðar
- Óttar Felix Hauksson
- Seyðfirðingar
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Skuld bókabúð
- Þórir S. Þórisson
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.