Þegar þau komu heim til Pottstawn ákváðu þau að koma við á sjúkrahúsinu þar og láta skoða málið því aldrei áður hafði hún fengið slíkt kast. Elsa hringdi í mig eld snemma á mánudagsmorgninum og sagði mér á við rannsókn á sjúkrahúsinu hefði greinst æxli við heilann, töluverðar bólgur og eins hefði eitthvað blætt. Fljótlega var ákveðið á flytja hana á stærra og betra sjúkrahús í Philadelphia þar sem gera þyrfti aðgerð til að fjarlægja æxlið. Ég flaug til Baltimor á þriðjudaginn og var kominn á spítalann til hennar um kl. 10 um kvöldið.
Á miðvikudeginum var loks ákveðið að aðgerðin yrði gerð á föstudegi og ætti að byrja kl. 10 um morguninn. Ég var hjá henni allan fimmtudaginn því Mike maðurinn hennar var sendur heim til að reyna að sofa eitthvað en hann hafði þá nánast ekkert sofið frá því aðfararnótt sunnudags. Við vorum öll mætt eldsnemma á sjúkrahúsið, ég, Birna dóttir mín og tengdaforeldrar Elsu, sem komið höfðu frá Buffalo til þess að aðstoða með börnin fjögur. Það dróst síðan til kl. þrjú um daginn að aðgerðin hæfist og sú bið var okkur öllum mjög erfið. Biðin eftir að fá fréttir af skurðstofunni tók einnig mikið á og var einn súrasti tími í lífi mínu. Um klukkan fimm fáum við loks fréttir: "It all went well". Við Mike fengum að vera hjá henni þegar hún vaknaði og það var í senn bæði súr og sætur tími. Henni leið mjög illa og kvartaði undan miklum verkjum í höfðinu. Læknarnir upplýstu okkur betur um aðgerðina og talið er fullvíst að aðgerðin hafi heppnast eins vel og bestu óskir okkar höfðu staðið til. Við vorum síðan öll rekin heim um kl. tíu um kvöldið og fáum ekki að sjá hana aftur fyrr en kl. tólf á hádegi í dag, laugardag.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | 27.10.2007 | 11:33 (breytt kl. 13:27) | Facebook
Um bloggið
Gísli Blöndal
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Ía Jóhannsdóttir
- .
- Einar Bragi Bragason.
- Grétar Örvarsson
- Gísli Tryggvason
- Ingólfur H Þorleifsson
- Jón Axel Ólafsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Magnús Ragnar Einarsson
- Morgunblaðið
- Sigurður Þorsteinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- TómasHa
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Grazyna María Okuniewska
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Hörður Hilmarsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Krummi
- Lionsklúbbur Seyðisfjarðar
- Óttar Felix Hauksson
- Seyðfirðingar
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Skuld bókabúð
- Þórir S. Þórisson
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elsku Gísli og fjölskylda, þið eruð í huga okkar og bænum, vonum að allt fari þetta vel. Biðjum fyrir sérstakar kveðjur til Elsu og Mike, kær kv. Ásdís og fjsk.
Ásdís (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 18:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.