Ég er kominn heim í heiðardalinn

NYJæja, þá er sumarbúðunum lokið að þessu sinni og ég er kominn heim í heiðardalinn.  Útivistin varaði í fjóra mánuði að þessu sinni og þeir voru auðvitað allt of fljótir að líða.  Brottförinni frá Rhodos seinkaði töluvert og í staðinn fyrir að fara í loftið um kl. 16 á laugardeginum fórum við kl. 04 aðfararnótt sunnudagsins.  Vélin lenti fyrst á Akureyri og þar var °0 eins og veðruspáin hafði gert ráð fyrir.  Við lentum svo loksins í Keflavík um kl. 11 á sunnudeginum.  Hef aðallega sofið síðan en náði þó að vakana í morgun til að far í klippingu til Sigrúnar á Hársögu.

Núna hefur sem sagt alvaran tekið völdin og ég er kominn til starfa á skrifstofuna mína og allt að fara í fullan gang.  Töluvert bókað af námskeiðum næstu daga svo betra getur þetta ekki verið.  Meira fljótlega. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband