Eins og heimsbyggðinni er vafalaust kunnugt hefur Gylfi minn verið upptekinn að undanförnu viða að koma á laggirnar skemmti- hljómleikastaðnum ORGAN, sem mér skilst að hafi tekist með ágætum. Nú las ég það áðan á síðu Popplands að tónleikar með Kimono væri í uppsiglingu og sjálfsagt að benda vinum og ættingjum og raunar landsmönnum öllum á tónleikana því viðburður sem þessi hlýtur að teljast til meiriháttar menningarviðburðar og spurningin er, verður "Hvíta albúm" Bítlanna toppað að nýju? Ég er að sjálfsögðu mjög stoltur af syninum því sjálfur hafði ég aldrei erindi sem erfiði í tónlistinni þrátt fyrir tilraunir í marga áratugi.
Textann, sem hér er fyrir neðan, fékk ég að láni af Popplandssíðu RUV og ég þykist vita að Óli Palli og Palli Magg og allir aðrir Pallar munu fyrirgefa mér ritstuldinn:
Tónleikar: Kimono, Bertel! & Dj Hero´s Trial
Hvar: Organ, Hafnarstræti 1-3, bakhús - 101 Reykjavík
Hvenær: Miðvikudaginn 19. september kl 21:00
Hversu mikið: 1000 kr
Hér er kunngjörnt að hin "virta" rokkhljómsveit Kimono hefur ákveðið
að blása til tónleika á skemmti - og tónleikastaðnum Organ,
miðvikudaginn 19. september.
Kimono hefur ekki komið almennilega fram á Íslandi í háa herrans tíð,
nánar tiltekið í yfir heilt ár. Þess í stað hefur sveitin skriðið
undir yfirborðið, þar sem henni líður og hvað best, og stundað
lagasmíðar og eróbikkæfingar af mikilli ákefð í hljóðveri sínu í
kjallara bakarís, þar sem hún hefur verið að vinna í nýrri breiðskífu,
þeirri fjórðu á ferlinum. Hafa þeir verið að skapa sér nýjan hljóm
eftir hinar ýmsu tilraunir til að forðast það að líkjast sér sjálfum.
Þetta er, þrátt fyrir allt, það eina sem þeim hefur mistekist. Kimono
hafa enda fyrir löngu skapað sér sinn eigin hljóm, byggðan á grípandi
en dularfullum gítarvafning þeirra Alex MacNeil og Gylfa Blöndal, við
þéttan og útsmoginn hrynjanda Kjartans Braga Bjarnasonar og Halldórs
Arnar Ragnarssonar. Sá síðastnefndi yfirgaf herbúðir Kimono á
vordögum, með það fyrir huga að gera myndlist að aðalstarfi og í hans
stað hefur Árni Hjörvar Árnason mannað bassann. Árni þessi er hvað
þekktastur fyrir að vera liðsmaður hinnar ofurvirtu en vanvirku
Future Future.
Kimono var stofnuð upp úr síðrokkssveitinni Kaktus árið 2001 og það
sama ár gáfu þeir út fjögurra laga EP plötuna "Kimono Ep", sem vakti
vonir gagnrýnenda um komu nýrra strauma í íslensku rokki.
Árið 2003 gáfu þeir svo út sína fyrstu breiðskífu, "Mineur Aggressif"
við mikið lof og var sveitin í kjölfarið tilnefnd sem bjartasta vonin
á Íslensku Tónlistaverðlaununum árið 2003.
Ekki kom annað til greina hjá Kimono-liðum en að toppa sjálfa sig og
2005 kom út skífan Arctic Death Ship við óstöðvandi og nánast óþolandi
lof gagnrýnenda. Var sú plata tilnefnd sem rokkplata ársins á Íslensku
Tónlistarverðlaununum. Botninn tók úr þegar ónefndur gagnrýnandi líkti
plötunni við Hvíta Albúm Bítlanna. Hófst í kjölfarið ráðagerð um
flótta sveitarinnar á önnur mið, enda ljóst að starfi þeirra væri
lokið hér á eyjunni okkar smáu.
Stefnan var sett á Þýskaland, en þar kom sveitin sér upp bækistöðvum í
stærsta inniflytjendahverfi Berlínar og gerði þaðan út
tónleikaferðalög, milli þess sem þeir reyndu, með góðum árangri, að
brjóta á bak aftur málaferli út af ólöglegri notkun á nafninu Kimono.
Skemmst er frá því að segja að hinir íslensku Kimono unnu að lokum.
Í Þýskalandi stjórnuðu þeir útgáfu "Arctic Death Ship" í Evrópu, en
þar var hún gefin út af Rough Trade. Fengu þeir enn og aftur mikið lof
fyrir skífuna þar á slóðum og ferðuðust grimmt víða um Evrópu og
spiluðu. Meðal áfangastaða, fyrir utan Þýskaland, voru lönd eins og
Austurríki, Sviss, England og Írland.
Eftir vel heppnaða herferð í Þýskalandi snéru Kimono heim í þeim
erindagjörðum að finna sína skapandi hlið, enda Þýskalandsdvölin verið
annasöm og ekki gefið mörg tækifæri til lagasmíða. Eftir heimkomuna
gáfu þeir út hina tilraunakenndu "Curver+Kimono" og efndu til
heljarinnar útgáfuveislu, með ljósmyndasýningu og 3 tíma
spunatónleikum í reykmettuðu gallerí. Fengu þeir langþráða útrás
fyrir "experimental" hliðina og í kjölfarið var ákveðið að hefja
lagasmíðar á fjórðu breiðskífunni. Í þetta skiptið var lagt upp með
það að gera "aðgengilega" plötu, s.s. reyna að fara eins langt frá
"Curver+Kimono" og mögulegt var.
Sú plata er enn í smíðum og er markið sett á vorið 2008 með útgáfu í huga.
Fyrsti "tíserinn" af plötunni er þegar farinn að hljóma á einhverjum
útvarpsstöðvum en þar er á ferðinni lagið "Wire." Er það einnig
fáanlegt á Grapewire:
http://www.smekkleysa.net/en/album/189
Á tónleikunum þann 19. september ætla þeir að prufukeyra nokkur ný lög
af téðri væntanlegri plötu í bland við gömul.
Einnig mun hljómsveitin Bertel koma fram en þeir hafa verið að vekja á
sér athygli fyrir afar hresst hljóðgervlarokk í anda Devo, og gáfu
þeir nýlega út 7 laga plötu sem vert er að kynna sér.
DJ Hero´s Trial, sem þrátt fyrir nafnið, er ekki plötusnúður , mun
spila afar hressandi Drone tónlist með Math ívafi. Spáið í því.
Fyrir og eftir tónleika mun DJ Múskat, fyrrverandi bassasnúður Kimono,
þeyta skífum í hausa viðstaddra og lofar hann danskennslu fyrir þá sem
fá spor þekkja.
Tenglar:
kimono: www.myspace.com/kimono
http://www.kimono.is/
http://www.smekkleysa.net/
Flokkur: Vinir og fjölskylda | 12.9.2007 | 05:34 | Facebook
Um bloggið
Gísli Blöndal
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Ía Jóhannsdóttir
- .
- Einar Bragi Bragason.
- Grétar Örvarsson
- Gísli Tryggvason
- Ingólfur H Þorleifsson
- Jón Axel Ólafsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Magnús Ragnar Einarsson
- Morgunblaðið
- Sigurður Þorsteinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- TómasHa
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Grazyna María Okuniewska
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Hörður Hilmarsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Krummi
- Lionsklúbbur Seyðisfjarðar
- Óttar Felix Hauksson
- Seyðfirðingar
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Skuld bókabúð
- Þórir S. Þórisson
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.