Hundruðir íslendinga á söguslóðum riddaranna á Rhodos

Ég rakst á þessa skemmtilegu frétt á mbl.is en hef ekki séð greinina sjálfa í Morgunblaðinu.  Það er gaman að segja frá því að hér á Rhods hafa hundruðir íslendinga skoða mannvirki og söguslóðir riddaranna í sumar. Á hverjum mánudegi förum við í skoðunarferð um Rhodosborg og förum þá inn í gamla borgarvirkið, sem riddararnir reistu og göngum um riddarahverfið.

Riddararegla heilags Jóhannesar er sögð hafa keypt eyjuna Rhodos árið 1309 og réðu hér ríkjum í yfir 200 ár eða allt til ársins 1522 þegar 100.000 manna her Tyrkja vinnur loks sigur á 650 riddurum.  Þetta segir ekkert til um herkænsku riddarana sem höfðu náð að verjast alllengi heldur um varnarmátt virkisins sem þeir höfðu reist umhverfis borgina.  Riddararnir flúðu héðan fyrst til Kýpur og síðan til Möltu og hafa eftir það verið kallaðir Mölturiddarar.  Hér á Rhodos reistu riddararnir mikið af köstulum og virkjum en aðalhlutverk þeirra var að annast sjúka og þá sem minna máttu sín.  Rhodosbúar bera mikla virðingu fyrir sögu riddarana hér enda er hún bæði mikil og merkileg.


mbl.is Íslendingur sleginn til riddara í reglu Mölturiddaranna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Ragnar Einarsson

Ég hlakka til að fara með þér á þessar slóðir. Það er einungis formaður Frímerkjaklúbbs Seyðisfjarðar sem getur sagt mér þessa sögu svo vel sé.

Afi minn heitinn var meðlimur í Rósarkrossriddarareglunni, sem er ekki alveg skyld þessari sem þú segir frá hér, en ég man eftir sögunum hans þegar ég var drengur fyrir austan. Þær kveiktu í mér löngun til að ferðast.

Beztu kveðjur kæri vinur, hlakka til að sjá þig í haust...

Magnús Ragnar Einarsson, 16.8.2007 kl. 01:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband