Kimmý, leyndarmálið, Carnegie og Hill

 

KimmýKimmý fararstjóri Heimsferða og starfsfélagi minn á Csta del Sol setti inn skilaboð á MySpace síðuna mína um daginn þar sem hún bauðst til að vera "MaySpace-vinur" minn.  Ég tók því auðvitað fagnandi og svaraði um hæl að hún hefði bjargað deginum hjá mér enda átti ég bara fjóra vini þar fyrir, þrjú af fjórum börnum mínum og svo Þóru Katrínu starfsfélaga minn hér á Rhodos.  Ég kann voða lítið á þessa síðu og hef því frekar kosið að nota Mogga-bloggið mitt.

 

Næstu skilaboð frá Kimmý voru svona:

Bjargaðir deginum.

Mikið er ég glöð að hafa bjargað deginum hjá þér! Það þýðir að mínum degi sé bjargað og þá eru allir glaðir.

Heyrðu, hefur "The Secret" farið fram hjá þér eins og mér??
Þetta er lífsspeki sem er að tröllríða öllu og öllum. Kannski ert þú langt á undan mér og löngu búin að stúdera þetta í bak og fyrir, en ef ekki þá á ég linkinn á netið til að sjá heimildarmyndina.
Láttu mig vita ef þú ert ekki með þetta, og ég sendi það um hæl.

Það gengur rosa vel hér á Costunni og búið að vera nóg að gera.
Við erum sem sagt eins og blóm í eggi.

Gaman að heyra frá þér og bestu kveðjur á Rhodos.
Kimmý

 

The SecretHér eru skilaboðin mín til Kimmý:

Hæ Kimmý gaman að heyra frá þér aftur og frá bært að lesa að ég hafi líka bjargað þínum degi.

Nei The Sectret hefur ekki farið fram hjá mér.  Vegna vinnunnar minnar á Íslandi (námskeiðanna) fylgdist ég með þegar bókin og svo myndin komu út og kynnti mér þetta fyrirbæri strax. Ég sá líka myndina í Háskólabíói skömmu áður en ég fór út í vor.  Flestir eru sammála um að hér er á ferðinni einhver best heppnaða markaðssetning sem um getur á svokallaðri "sjálfshjálpar bók" sem um getur.  Áströlsk kona að nafni Rhonda Byren er í þessari hugmynd að taka saman margt af því áhugaverðasta sem spekingar heimsins hafa verið að fjalla um í gegn um tíðina þar sem skilaboðin eru  "að einstaklingurinn geti nýtt eigin viljastyrk til að stjórna hugsunum sínum, tilfinningum, athöfnum og árangri. Hér er ekki um nýjar aðferðir að ræða heldur er hér lögð áhersla á að deila aðferðunum með sem flestum til aukins árangurs og velgengni fyrir alla sem hafa áhuga á. Myndbandið The Secret er áhugaverð blanda af leiknum atriðum og umfjöllun valdinna fyrirlesara sem eiga það sameiginlegt að aðstoða aðra við að ná hámarksárangri. Í bókinni The Secret er að finna ýmsa fróðleiksmola sem veita dýpri innsýn" (tilvitnun af netinu).

 

Mín skoðun er að Dale Carnegie sé mun merkilegri "lífsspeki" og um leið árangursríkari. Ég hvet þig eindregið til að lesa bókina hans "Vinsældir og áhrif" (á ensku How to vin friends and influence people) en hún hefur verið mér leiðarljós í meira en 30 ár.  Í upphafi bókarinnar segir: Átta atriði sem þessi bók mun hjálpa þér að ná:

  1. Kippt þér út úr og mikilli vanafestu, veitt þér nýjar hugmyndir, nýjar hugsjónir og nýjan metnað.
  2. Kennt þér að eignast vini fljótlega og auðveldlega
  3. Aukið vinsældir þínar
  4. Hjálpað þér að vinna fólk á þitt band
  5. Aukið áhrif þín, álit og afköst
  6. Kennt þér að taka kvörtunum betur, forðast þrætur og gera samskipti þín við fólk lipur og skemmtileg
  7. Gert þið að betri ræðumanni og skemmtilegri í samræðum
  8. Hjálpað þér að vekja eldmóð hjá félögum þínum.

Bók þessi hefur gert allt þetta fyrir meira en 10 milljónir lesenda á þrjátíu og sex tungumálum.

Think and grow richBókin kom upphaflega út 1937 en er nú fáanlega í endurskoðaðri útgáfu.  Aðra bóklangar mig líka að nefna en hún heitir "Think and grow Rich!" eftir Napoleon Hill.  Þetta er án efa í mínum huga besta og gagnlegasta bók sem nokkru sinni hefur verið skrifuð (að Biblíunni frátalinni auðvitað). Hill segir í bókinni "Whatever the mind can conceive and believe, it can achieve"  Bókin fjallar ekki um það að verða RÍKUR í þeim skilningi sem við notum svo oft heldur mikið frekar að verða ríkur af því að verða betri persóna, sem gæti að sjálfsögðu gert mann ríkari af veraldlegum gæðum.  Bók þessi hefur líka komið út í milljónum eintaka en því miður aldrei verið þýdd á Íslensku, sem er alveg ótrúlegt þegar maður hugsar til þess hversu mörum hún hefur nú þegar hjálpað.  Á kápu bókarinnar sem ég á er tilvitnun í Brian Tracy þar sem hann hefur þetta um bókina að segja: "This is the best singel book on personal succes ever written; it made me a millionaire - starting from nothing."

 

Kimmý mín. Þetta er auðvitað orðið fáránlega langt svar og fyrirgefðu mér að hafa svarað þessu á blogg-síðunni minni. Spurningin þín vara bara svo spennandi og mig dauðlangaði hvort hið er einmitt að skrifa svolítið um þessar þrjár bækur.

Enn og aftur bestu kveðjur á Costuna og endilega notið þið tímann sem er afgangs (ef einhver er) vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Gísli

Fyrir nokkrum árum, eins og þú kannski manst þá var ég á námskeiði hjá þér í Endurmenntun Háskólans.

Þetta var frábær tími og rosalega gaman að fá að upplifa þína sýn á lífið og tilveruna. Þú hefur einstaka hæfileika til að koma hlutunum frá þér þannig að fólk skilji þig.

Námskeiðið hjálpaði mér mikið og ég bý enn vel að því.

Það er alltaf gott að fara aðeins úr "þæindahringnum" sýnum og skoða sig og umhverfi sitt aðeins og nú er ég farin á stúfana og reyna að verða mér út um einhverja af þessum bókum.

Takk fyrir góðar upplýsingar og endilega sendu okkur meiri speki.

Kimmý

Kimmý (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 06:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband