S.l. laugardagskvöld bauð umbinn okkar hann Marios okkur með á tónleika í þorpinu Kiotari, sem er mjög sunnar lega á Rhodos. Við byrjuðum á að fá okkur ágætan kvöldverð á Hotel Aldemar Paradisi og keyrðum svo í einum spreng niður til Kiotari.
Þetta voru flottir tónleikar með söngkonunni (eða öllu heldur dívunni) Haris Alexiou þar sem hún tók eingöngu lög eftir tónskáldið Manos Loizon. Öll lögin sem þarna voru flutt fjölluðu um ástina og tregan og því var ekki mikið "rokk og ról" þetta kvöld.
Glæsilegu sviði hafði verið komið fyrir á ströndinni í þessu litla þorpi, þannig að maður sat bara í sandinum og naut tónlistarinnar. Marios og Stasey frænka hans, sem líka var með okkur, þýddu annað slagið fyrir okkur textana og flestir tónleikagestir sungu með nánast hvert einasta lag. Þetta var eitthvað sem allir þekktu og kunnu, bæði ungir og gamlir þótt langflestir tónleikagesta sem voru um 5000 væru komnir af táningsaldri. Þessi þekkta söngkona, sem allir eyjaskeggjar hér virðast þekkja, hefur samkvæmt heimasíðu hennar, gefið út 33 hljómplötur. Hildur Ýr tók nokkrar ljósmyndir sem ég set inn á síðuna seinna.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | 30.7.2007 | 17:14 | Facebook
Um bloggið
Gísli Blöndal
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Ía Jóhannsdóttir
- .
- Einar Bragi Bragason.
- Grétar Örvarsson
- Gísli Tryggvason
- Ingólfur H Þorleifsson
- Jón Axel Ólafsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Magnús Ragnar Einarsson
- Morgunblaðið
- Sigurður Þorsteinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- TómasHa
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Grazyna María Okuniewska
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Hörður Hilmarsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Krummi
- Lionsklúbbur Seyðisfjarðar
- Óttar Felix Hauksson
- Seyðfirðingar
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Skuld bókabúð
- Þórir S. Þórisson
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.