Hef verið hálf latur við að skrifa að undanförnu enda í nógu að snúast. Dagarnir fljúga áfram og áður en ég veit af er kominn ágúst og maður verður að fara að syngja "Einu sinni á ágúst kvöldi - austur í þingvallasveit".
Hrefna, Imma systir hennar og Sigrún vinkona Immu eru hér á Rhodos þessa viku. Þær búa í góðu yfirlæti á Rhodos Palace og svífa hér um eins og drottningar. Þær komu með mer í skoðunarferð um Rhodosborg á mánudaginn og afrekuðu það fyrsti gesta að tína tvisvar af hópnum okkar í sömu ferð. Í fyrra skiptið reddaðist það, en ég sá hvar þær voru að vafra en í síðara skiptið var það þegar við vorum að fara í rútuna heim á leið og þá varð ég að skilja þær eftir í gamla bænum. Svo sem ekki tiltöku mál og þær héldu bara áfram að skoða bæinn og fóru svo heim á hótel í leigubíl og höfðu gaman að. Ég fór svo eitt kvöldið í vikunni út að borða með þeim og það var mjög ánægjulegt. Gaman að heyra af krökkunum hennar Immu og gaman að upplifa hvað þær fíluðu gríska matinn. Þær fara heim á morgun, eftir vonandi góða og sæmilega heita viku hér á Rhodos.
Í dag er föstudagur, sem er sunnudagurinn okkar fararstjóranna (og alþjóðlegur frídagur fararstjóra). Ég er á neyðarvaktinni og nota líka tímann til að fara með í þvottahúsið, taka til og blogga smá. Í kvöld förum við svo með stórann hóp á Griskt skemmtikvöld og það verður örugglega bara gaman.
Vona að allir lesendur mínir hafi það bærilegt og bið kærlega að heilsa öllum sem við mig vilja kannast.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | 27.7.2007 | 12:19 | Facebook
Um bloggið
Gísli Blöndal
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
Ía Jóhannsdóttir
-
.
-
Einar Bragi Bragason.
-
Grétar Örvarsson
-
Gísli Tryggvason
-
Ingólfur H Þorleifsson
-
Jón Axel Ólafsson
-
Jónína Benediktsdóttir
-
Magnús Ragnar Einarsson
-
Morgunblaðið
-
Sigurður Þorsteinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Þorsteinn Briem
-
TómasHa
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Guðrún Katrín Árnadóttir
-
Hörður Hilmarsson
-
Jón Gerald Sullenberger
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Krummi
-
Lionsklúbbur Seyðisfjarðar
-
Óttar Felix Hauksson
-
Seyðfirðingar
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Skuld bókabúð
-
Þórir S. Þórisson
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.