Nú stendur hann í 30 gráðum á Rhodos

 

Þetta hafa verið fínir dagar að undanförnu.  Hitabylgjan sem skall á okkur í lok júní er að baki og nú stendur mælirinn bara í 30 gráðum á daginn og 25 gráðum á kvöldin.  Betra getur það ekki verið.

Það hefur verið nóg að gera - allar vélar fullar og nóg af verkefnum að takast á við.  Heimsókn Chloe og Erlu fer nú senn að ljúka, Chloe fer heim til Newcastle á morgun og Erla heim til Reykjavíkur á laugardaginn svo það verður heldur dauflegra í kotinu mínu hér í Diagorusar-stræti í Ialyssos næstu vikurnar.

Um næstu helgi tökum við í notkun nýtt hótel, Rhodos Palace http://www.rodos-palace.gr/ sem er eitt af glæsilegustu hótelunum hér á eyjunni.  Heimsferðir bjóða þar upp á viku dvöl þann 14. og 21. júlí.  Þetta verður sannarlega rós í hnappagatið hjá okkur.  Á þessu hóteli hafa m.a. dvalið Sir Rodger Moor, drottningin af Jórdaníu, Lady Margaret Tatcher, Stefanopoulus forseti GrikklandsP7011574 og margt fleira stórmenna.  Ég læt fylgja hér með mynd sem ég tók um daginn þegar við fórum og fengum okkur að borða í gamla bænum. Meira seinna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband