Í sumar bý ég í bænum Ialyssos á Rhodos og rétt fyrir aftan mig er fjallið Filerimos, sem ég tók umsvifalaust í sátt og er núna "fjallið mitt" enda "bærinn minn við rætur fjallsins. Við Hildur Ýr skruppum í sunnudagsbíltúr (reyndar föstudagsbíltúr - föstudagar eru okkar frídagar í sumar) upp á fjallið og röltum aðeins um svæðið. Ég var hálf latur enda vorum við að koma af ströndinni en Hildur Ýr var í skoðunarstuði og tók myndir af fallegum munstrum og merkilegum. Hildur Ýr er listakona og leitar hugmynda víða, bæði í náttúrunni og fallegum fornum minjum.
Uppi á fjallinu eru fornminjar og þar á meðal 18 metra hár kross og eftirlíking af Golgata. Þarna byggðu Jóhannesar riddararnir fyrsta kastalann sinn áður en þeir hófust handa annarsstaðar á eyjunni. Þarna er líka falleg kirkja sem mjög vinsælt er að gifta sig í og einnig klaustur sem ítalir reistu en stendur autt í dag. Síðast ern ekki síst er gríðarlega fallegt útsýni af fjallinu niður til Ialyssos, yfir bæinn Ixya og norður til Rhodosborgar og á suðurströnd Tyrklands.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | 22.6.2007 | 20:26 (breytt kl. 20:34) | Facebook
Um bloggið
Gísli Blöndal
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Ía Jóhannsdóttir
- .
- Einar Bragi Bragason.
- Grétar Örvarsson
- Gísli Tryggvason
- Ingólfur H Þorleifsson
- Jón Axel Ólafsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Magnús Ragnar Einarsson
- Morgunblaðið
- Sigurður Þorsteinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- TómasHa
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Grazyna María Okuniewska
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Hörður Hilmarsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Krummi
- Lionsklúbbur Seyðisfjarðar
- Óttar Felix Hauksson
- Seyðfirðingar
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Skuld bókabúð
- Þórir S. Þórisson
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.