Fjöllin mín og Filerimos

FilerimosÉg er alinn upp við Bjólfinn, Strandartind og Sandhólatind í Seyðisfirði.  Gríðarlega tignarleg fjöll og tilkomumikil.  Sannarlega veittu þau skjól en gátu líka verið ógnandi og hluta ársins skyggðu þau á sólina.  Á þessum tíma þótti mér Esjan ómerkileg og skildi ekki þetta dekur Reykvíkinga á henni.  Seinna eftir að ég fluttist suður, fyrst í Mosfellssveitina og síðar til Reykjavíkur tók ég hana smá saman í sátt.  Núna finnst mér Esjan vera "fjallið mitt", fjallið með sín þúsund andlit allt eftir því hvernig birtan leikur við hana. 

Í sumar bý ég í bænum Ialyssos á Rhodos og rétt fyrir aftan mig er fjallið Filerimos, sem ég tók umsvifalaust í sátt og er núna "fjallið mitt" enda "bærinn minn við rætur fjallsins.  Við Hildur Ýr skruppum í sunnudagsbíltúr (reyndar föstudagsbíltúr - föstudagar eru okkar frídagar í sumar) upp á fjallið og röltum aðeins um svæðið.  Ég var hálf latur enda vorum við að koma af ströndinni en Hildur Ýr var í skoðunarstuði og tók myndir af fallegum munstrum og merkilegum. Hildur Ýr er listakona og leitar hugmynda víða, bæði í náttúrunni og fallegum fornum minjum.

Filerimos 2Uppi á fjallinu eru fornminjar og þar á meðal 18 metra hár kross og eftirlíking af Golgata.  Þarna byggðu Jóhannesar riddararnir fyrsta kastalann sinn áður en þeir hófust handa annarsstaðar á eyjunni.  Þarna er líka falleg kirkja sem mjög vinsælt er að gifta sig í og einnig klaustur sem ítalir reistu en stendur autt í dag.  Síðast ern ekki síst er gríðarlega fallegt útsýni af fjallinu niður til Ialyssos, yfir bæinn Ixya og norður til Rhodosborgar og á suðurströnd Tyrklands. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband