Það er ekki alltaf sól og sæla hjá fararstjórum

Thora BjörkHér fyrir neðan er frétt út Fréttablaðinu í dag.  Það er samstarfsfélagi minn frá Fuerteventura, Þóra Björk, sem vitnað er í.  Við unnum saman í fyrra sumar og um páskana á "Fúunni"  og hér hefur fararstjórinn greinilega þurft að taka á honum stóra sínum.

Fararstjóri vill styttri ferðir fyrir nýstúdenta

„Þetta er stærsti hópur sem hefur farið í útskriftarferð frá Íslandi," segir Þóra Björk Halldórsdóttir, fararstjóri Heimsferða á Fuerteventura á Kanaríeyjum.

Eins og kom fram í Fréttablaðinu lenti 240 manna útskriftarhópur frá Verzlunarskóla Íslands í hrakningum á Fuerteventura í upphafi sumars þegar herlögregla tók að vakta hópinn á nóttunni þegar þau skemmtu sér og á fundum sem haldnir voru vegna skemmdarverka og drykkjuláta á hótelinu. „Flestir voru til fyrirmyndar en auðvitað voru svartir sauðir innan um," segir Þóra Björk.

Hún segir að samkvæmt lögum þurfi að kalla til lögreglu ef fleiri en hundrað manns safnast saman og því hafi hótelstjórinn ekki þorað öðru en kalla til herlögreglu þegar allur hópurinn safnaðist saman á fund. „Sumir krakkarnir voru hræddir við lögregluna," segir Þóra Björk. Hún bætir við að vikudvöl sé hámarkstími fyrir svona ferðir og nauðsynlegt að hóparnir séu miklu minni en hópur Verzlunarskólans í ár.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband