Fjölskyldan á Grikklandi

 

er hornsteinn samfélagsins og sennilega mun mikilvægari en t.d. á Ítalíu.  Fjölskyldur standa mjög þétt saman og börnin hafa forgang. Ef fjölskyldan fer saman út að borða á sunnudögum, sem þær gera margar alltaf, þá hafa börnin forgang.  Skrifa sennilega meira um þetta seinna og þá ætla ég líka að skrifa um Grísku rétttrúnaðarkirkjuna.

Ég sakna barnanna minna. Elsu og Birnu í Ameríku og ekki síður barnabarnanna þar; Victors, Michaels, Raquelar og Sonju.  Hef ekki haft tíma til að tala við þau síðan ég kom. Gylfi er sennilega kominn til Barcelona með vinum sínum og nýtur þess í botn. Chloe er í Newcastel og nýbúin að fá staðfestingu á skólavist næsta vetur í góðum háskóla. Hún ætlað að taka arkitektúr. Hjartanlega til hamingju elsku Chloe - you make me very proud!!!

Chloe ætlar að koma í heimsókn til mín í lok júní ásamt mömmu sinni. Byrjaður að telja niður dagana og þá líður tíminn alltaf hægar.DSCN0972


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband