Eins og ég hef sagt frá áður fór ég til Rhodos í skoðunar- og undirbúningsferð síðari hluta mars svo ég er ekki alveg ókunnugur þarna. Verkefnið okkar fyrstu dagana verður að undirbúa komu fyrstu farþegana og reyna að sjá til þess að allt sé eins og það á að vera á hótelunum og eins að safna eins miklu af upplýsingum um allt sem máli skipti og komið geta gestum okkar að gagni. Þessar upplýsingar setjum við í svokallaða "Heimsferðamöppu" sem verður á öllum okkar hótelum. Markmiðið með þessu er að farþegarnir okkar verði eins fljótir og mögulegt er að koma sér í "afslappað stuð". Eins þurfum við að fara í allmargar skoðunarferðir til að sjá og sannreyna að þær henti farþegum okkar. Ferðirnar sem helst koma til greina eru; dagsferð til Marmaris í Tyrklandi, skemmtisigling til hinar fögru eyjar Symi, skoðunarferð um Rhodosborg, ferð til Lindos og dagsferð um eyjuna. Þá má ég ekki gleyma vatnsskemmtigarðinum Water Park sem ég nefndi í greininni minni um Rhodos hér á undan.
Ég verð búsettur í gamla bænum í Ialyssos og skoðaði íbúð þar þegar ég var það í mars. Þetta er ágætis íbúð á annarri hæð, tvö herbergi, tvær hæðir (svolítið skondið). Niðri er eldhús, smá setkrókur og lítið baðherbergi en uppi er svefnherbergið undir súð. Þegar ég var þarna í vetur hitti ég gamla konu í næsta húsi sem var að hengja upp þvott - ég hugsa að ég semji við hana um þvottinn minn í sumar því lúxus eins og þvottavél er ekki í íbúðinni minni. Frá þessu ágæta húsi er tiltölulega stutt að hótelunum okkar í Ialysson.
Ég ætla að reyna að vera duglegur að blogga um það sem dagarnir bera í skauti sér - lofa samt ekki of miklu - sjáum til
Flokkur: Vinir og fjölskylda | 15.5.2007 | 19:49 | Facebook
Um bloggið
Gísli Blöndal
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Ía Jóhannsdóttir
- .
- Einar Bragi Bragason.
- Grétar Örvarsson
- Gísli Tryggvason
- Ingólfur H Þorleifsson
- Jón Axel Ólafsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Magnús Ragnar Einarsson
- Morgunblaðið
- Sigurður Þorsteinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- TómasHa
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Grazyna María Okuniewska
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Hörður Hilmarsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Krummi
- Lionsklúbbur Seyðisfjarðar
- Óttar Felix Hauksson
- Seyðfirðingar
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Skuld bókabúð
- Þórir S. Þórisson
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.