Rhodos - á mörkum þriggja heimsálfa

RhodosÍ grískri goðafræði segir fá því að Seifur hafi deilt út heiminum, en gleymdi sólguðinum Heliosi. Helios fékk því Rhodos sem sættargjöf og varð síðar ástfanginn af gyðjunni Roda, sem nafn eyjunnar er dregið af. Hún var dóttir Poseidons.  Saman eignuðust þau þrjá syni, Lindos, Kámeiros og Ialyssos, og eru þrír bæir á eyjunni nefndar eftir þeim. Bærinn Ialyssos sem einn af stærri sólstrandar bæjunum á Rhodos í um 10 km. fjarlægð frá Rhodosborg.  Á eyjunni búa um 110.000 manns þar af um 90.000 í höfuðstaðnum en ferðamenn sem til eyjunnar komu á síðasta ári voru um 1.250.000.

Rhodos er gríðarlega spennandi sólarstaður. Þarna er líka sagan á hverju götuhorni og raunar á hverjum lófastórum bletti og í hverjum steini.  Gamli hluti Rhodosborgar er ekki síst áhugaverður. Þarna hefst sagan nokkur þúsund árum fyrir Krist og þarna var í fornöld mikil miðstöð viðskipta enda eyjan á mörkum þriggja heimsálfa; Asíu, Afríku og Evrópu.

Rhodos er þekkt sem eyja sólar, sjávar og sands og því tilvalinn staður til sumardvalar. Hún er þriðja stærsta af Grísku eyjunum og opinberlega talin sólríkasti staður í Evrópu.

Ströndin í Ialyssos er um 6 km löng iðandi af mannlífi frá morgni og langt fram á kvöld. En það er fleiri strendur. Við Faliraki á austur ströndinni er annar þekktur sólbaðsstaður og þar skammt frá er Anthony Quinn Bay, kenndur við leikarann góðkunna en þarna var einmitt kvikmyndin Byssurnar í Navarone tekin. Í Faliraki er líka stærsti vatnsleikjagarður Evrópu, The Water Park þar sem finna má allt það sem einn slíkur hefur uppá að bjóða og raunar mikið meira. The Water Park er heill heimur út af fyrir sig þar sem vatnsdýptin er allt frá tveimur tommum niður í tvo og hálfan metra og hentar þannig öllum aldurshópum. The Pirate´s Ship - sjóræningjaskipið er ekki síst spennandi fyrir unga fólkið. Alvöru sjóræningjaskip með vatnsbyssum og öllu. Fyrir þau eldri má nefna Thrill Rides free fall rennibrautina - nafnið segir allt sem segja þarf.

zorbaÞað er erfitt að láta sér leiðast á Rhodos.  Gamli bæjarhlutinn í Rhodosborg er skemmtilegur heim að sækja hvort sem er að degi eða kvöldi. Sagan, menningin, söfnin, veitingastaðirnir, verslanirnar og fegurðin, allt eftir því sem við veljum hverju sinni. Dal fiðrildanna verða allir að sjá. Eyjan Simi, sem liggur skammt norður af Rhodos, er margrómuð fyrir fegurð en þangað er aðeins um tveggja tíma sigling.  Stutt er að fara yfir til Marmaris þar sem verslunin blómstrar sem aldrei fyrr. Síðast en ekki síst; matur, vín og dans. Það er auðvelt að dansa Zorba! Besta ráðið til að læra dansinn er að horfa á myndina um Grikkjann Zorba og taka síðan nokkrar léttar æfingar. En munið að þessi frægi dans snýst um gaman, vináttu og sigra yfir erfiðleikum dagsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband