Alvöru knattspyrna í Ameríku

Michael GísliVið vöknuðum fyrir allar aldir.  Börnin komu eitt af öðru inn til að vekja afa og það var mikill spenningur í loftinu. Victor vaknaði fyrstur, svo Michael Gísli, þá Raquael og síðust var Sonja Liv enda er hún yngst og mundi ekkert eftir afa sínum en tók hann samt furðu fljótt í sátt.  Þetta var mikill fagnaðar fundur og mikil ánægja að fá að faðma að sér þennan gríðarlega fjársjóð.

Victor AxelStrax eftir góðan morgunverð fórum við að taka okkur til fyrir knattspyrnuleiki sem framundan voru.  Victor og Michale Gísli eru í sama liðinu en Raquael í öðru og það var leikið á tveimur stöðum.  Leikirnir voru á tveimur stöðum á sama tíma þannig að þetta var svolítið flókið en hafðist samt með góðu skipulagi.  Leikirnir töpuðust báðir en það skipti engu máli, leikgleðin og ánægjan var ósvikin og nú hafði afi fengið að sjá alvöru knattspyrnu í Ameríku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband