Sigmar hafði enga stjórn á Kristrún þar sem hún greip umsvifalaust fram í fyrir Regnheiði í hvert skipti sem beint var til hennar spurningu eða hún gerði tilraun til að tjá sig. Í minni sveit var það kallað ókurteisi, dónaskapur og vanvirðing að grípa fram í fyrir fólki þegar það tjáði sig. Kristrún gerði þetta ekki bara einu sinni eða tvisvar heldur stanslaust allan tímann. Ef þetta eru venjulegir mannasiðir í ,,samræðustjórnmálum" Samfylkingarinnar þá skil ég vel að fylgi kvenna sé á hraðri leið frá þeim.
Í aðdraganda kosninga gegnir sjónvarp lykilhlutverki. Flokkarnir keppast við að fá sem mestan útsendingartíma og nota hann sem best til að hafa áhrif á skoðanamyndunina og hljóta því að velja sitt besta fólk til að koma þar fram. Ragnheiður Elín sýndi og sannaði að þar höfðu Sjálfstæðismenn valið vel. Stillingin og æðruleysið sem hún sýndi ókurteisi Kristrúnar var aðdáunarverð.
Ég varð í augnablik alveg fjúkandi reiður út í stjórnandann en áttaði mig svo á því að betri uppákomu gátum við Sjálfstæðismenn ekki fengið. Það hefur stundum verið sagt að Ingibjörg Sólrún tali fylgið frá Samfylkingunni og þarna bættist henni þvílíkur liðsauki að ég er sannfærður um að það mun mælast í nokkrum prósentum í næstu skoðanakönnun. Kærar þakkir til þín Ragnheiður Elín fyrir þolinmæðina og skilninginn á því sem var að gerast.
Flokkur: Bloggar | 14.4.2007 | 21:39 (breytt kl. 21:41) | Facebook
Um bloggið
Gísli Blöndal
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Ía Jóhannsdóttir
- .
- Einar Bragi Bragason.
- Grétar Örvarsson
- Gísli Tryggvason
- Ingólfur H Þorleifsson
- Jón Axel Ólafsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Magnús Ragnar Einarsson
- Morgunblaðið
- Sigurður Þorsteinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- TómasHa
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Grazyna María Okuniewska
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Hörður Hilmarsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Krummi
- Lionsklúbbur Seyðisfjarðar
- Óttar Felix Hauksson
- Seyðfirðingar
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Skuld bókabúð
- Þórir S. Þórisson
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.