Höfðabrekka í Mýrdal.

Það var ekki langur svefninn sem ég fékk aðfaranótt laugardagsins 24. mars. Kominn heim í Ártúnsholtið frá Rhodos um kl. 01:30, sofið frá 2 til 4:30 og lagt af stað til fundar við ráðherra, þingmenn og frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins á Höfðabrekku, rétt við Vík í Mýrdal, um kl. 6.  Þar átti ég að flytja fyrirlestur kl. 9 um morguninn og vera síðan með námskeið fram eftir degi.  Ferðin austur gekk vel þrátt fyrir leiðinda veður, snjó og skafrenning á Hellisheiðinni og grenjandi rigningu af og til á suðurlandinu.  Það var því gott að koma í eldhúsið hjá húsfreyjunni á Höfðabrekku um kl 8 og fá nýuppáhelt kaffi.  Þrátt fyrir ferðalúgan var ég í fínu stuði og varð ekki var við annað en fyrirlestrinum væri mjög vel tekið enda hafði ég undirbúið hann vel.  Ansi var ég nú samt framlágur þegar ég keyrði aftur til Reykjavíkur síðdegis á laugardag og hvíldinni fegin á sunnudeginum því framundan var námskeið á mánudag með Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen og síðan flug til Fuerteventuar á þriðjudagmorgni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband