Nýjar hugmyndir í sölumennsku
Helstu efnisþættir eru: Nýjasta nýtt í sölumennsku byggt á hugmyndum Jeffrey Gitomer höfundi bókarinnar Sales Bible, listin að leika sér í vinnunni, 39 reglur sölumanna um velgengni, að koma fólki í kaupstuð, að skapa viðskiptatryggð, lokaðu sölu STRAX!, ,,slingan" og T-stikan, söluhringurinn, sölufundir, "ef þú getur fengið þá til að brosa þá getur þú fengið þá til að kaupa". Einnig er fjallað um viðhorf og viðmót, mótbárur og hvernig er tekist á við þær, að koma sér í "sölustuð" o.m.fl.
Nýjar hugmyndir í þjónustu
Helstu efnisþættir eru: Nýir straumar í þjónustu, AHA formúlan (attitude, humor, action), gæði eru ekki nóg..., Fiskbúiðn (The Fish-philosophy), samskipti á vinnustaðnum (innri þjónusta og samstarf), að velja sér viðhorf og viðmót, símaþjónusta - símasamskipti, hvernig vilja viðskiptavinir láta koma fram við sig?, listin að elska kvartanir o.m.fl.
Nýjar hugmyndir í sölu og þjónustu
- besta leiðin til árangurs
Í breyttu efnahagsástandi og harðari samkeppni reynir meira á söluþekkingu og þjónustulund en áður. Viðskiptavinir vilja ekki láta selja sér en þeir vilja gjarnan kaupa. Framkoma, viðmót og afstaðan til viðskiptavinarins skiptir því sífellt meira máli.
Árangur í sölumennsku byggir á því að seljandinn sé virkur og geri sér grein fyrir því að árangur hans er undir honum sjálfum kominn. Kynntar verða nýjar hugmyndir í sölumennsku og þjónustu og kenndar einfaldar aðferðir til árangurs
Meðal efnisþátta:
- Nýjar hugmyndir í sölumennsku
- Það fyrsta sem þú selur ert þú sjálfur
- Viðbótarsala - "viltu franska með?"
- Viðbótarsala er einföld leið til að veita meiri og betri þjónustu
- Hvernig vilja viðskiptavinir láta koma fram við sig?
- Ef þú getur fengið þá til að brosa getur þú fengið þá til að kaupa
- Mótbárur - hvernig tökum við á þeim?
- Að gera sitt besta
- Viðhorf, viðmót og framkoma sölufólks og aðrir árangursríkir þættir
Fyrir hverja?
Ætlað öllum þeim sem stunda sölumennsku og vilja veita góða þjónustu
Hver tók ostinn minn?
Hér er tekið á breytingum: Hvernig sjáum við breytingar fyrir, hvernig
tökum við á breytingum og hvernig nýtum við breytingar okkur til
framdráttar?
Farið í efni samnefndar bókar og þátttakendur látnir horfa ,,inná við" og skoða eigin stöðu - hver er ég og hvernig bregst ég við breytingum? Notað er myndband með Bjarni Hauki Þórssyni þar sem hann segir söguna í grófum dráttum.
Listin að hafa áhrif
(Winning Presentation)
- fyrir þá sem þurfa að standa frami fyrir hópi fólks og hafa áhrif
Fáir, sennilega engir eru fæddir ræðumenn en öll getum við tileinkað okkur það sem þarf til að geta með auðveldum hætti tjáð okkur á skýran og skilmerkilegan hátt. Markvissar leiðbeiningar um málflutning og framsagnartækni ásamt léttum æfingum og persónulegri leiðsögn. Gefin eru ráð um framkomu frammi fyrir hópi áheyrenda, hvernig halda má athyglinni, hvernig beita má húmor, notkun skjávarpa, hljóðkerfis og annarra hjálpartækja, framkomu í sjónvarpi og ýmislegt fleira. Frammistaða hvers og eins er metin og skoðað hvað vel er gert og hvað megi betur fara.
Listin að leika sér í vinnunni
- stuttur fyrirlestur fyrir fyrirtæki, stofnanir og starfsmannafélög
Öll íslensk fyrirtæki og stofnanir ganga nú í gegn um þrengingar,
niðurskurð og erfiða tíma. Starfsfólki þeirra eru fengin verkefni þar sem þeim er ætlað að takast á við breytt ástand og meiri kröfur eru gerðar til þess en áður hafa þekkst.
Þegar þannig árar er mikilvægt að starfsfólkið fái hvatningu og stuðning stjórnenda, sem gagnast því daglegum verkefnum. Þetta er m.a. hægt að gera með stuttum fyrirlestri í léttum tón þar sem fjallað er um það hvernig við getum haft meira ánægju af vinnunni og jákvæðara viðhorf til þess sem við
gerum (Yes! Attitude).
Aðalmarkmið fyrirlestrarins er að skapa léttleika, jákvæðni og skapandi kraft.
Fyrirlesturinn tekur eina klukkustund og hægt að hafa hann í byrjun
vinnudags, lok vinnudags eða í hádeginu
Öll þessi námskeið byggja á yfir 20 ára reynslu í námskeiðhaldi og 40 ára reynslu í sölu og þjónustu.
Örstutt um leiðbeinandann:
Eftir nám í Verslunarskóla Íslands og Cambridge í Englandi stundaði hann kaupmennsku á Seyðisfirði í um 10 ár. Starfaði síðan í fjögur ár sem aðstoðarmaður framkvæmdastjóra Hagkaupa. Þá stjórnaði
Auglýsingastofunni ÓSA - Ólafur Stephensen Auglýsingar oghann í þrjú ár en hefur síðan starfað sjálfstætt sem ráðgjafi,
námskeiðshaldari og fyrirlesari jafnframt því að annast almenningstengsl og ýmis átaksverkefni. Hann hefur m.a. leiðbeint á námskeiðum hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands, Símennt, Leiðtogaskólanum og fjölda fyrirtækja og stofnana. Gísli er þekktur fyrir létta og hressilega framgöngu og hann talar gjarnan tæpitungulaust um menn og málefni.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | 20.1.2010 | 13:57 | Facebook
Um bloggið
Gísli Blöndal
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Ía Jóhannsdóttir
- .
- Einar Bragi Bragason.
- Grétar Örvarsson
- Gísli Tryggvason
- Ingólfur H Þorleifsson
- Jón Axel Ólafsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Magnús Ragnar Einarsson
- Morgunblaðið
- Sigurður Þorsteinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- TómasHa
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Grazyna María Okuniewska
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Hörður Hilmarsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Krummi
- Lionsklúbbur Seyðisfjarðar
- Óttar Felix Hauksson
- Seyðfirðingar
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Skuld bókabúð
- Þórir S. Þórisson
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég vildi að ég hefði kraft til að taka þátt í einhverjum námskeiðum núna. Hef ótakmarkaða orku á þessum sterum. Knús á þig kæri vin inn í gott ár.
Ía Jóhannsdóttir, 1.2.2010 kl. 12:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.