Ánægjuleg frétt fyrir mig og mína á visir.is um Alxheimer

Þessa góðu frétt las ég í dag á visir.is. Fréttir um ný lyf eru sífelt að birtst en ég vona svo sannarlega að þessi eigi eftir að marka tímamót.

Hafa fundið lyf gegn Alzheimer sjúkdóminum

Breskir vísindamenn hafa þróað lyf sem vinnur gegn Alzheimer-sjúkdóminum

Prófanir með lyfið sem kallast Rember, lofa mjög góðu. Í frétt um málið á BBC fréttastöðinni segir að af þeim 320 Alzheimer-sjúklingum sem lyfið var prófað á reyndust rúmlega 80% þeirra ná töluverðum bata.

Prófanir með lyfið fóru fram í háskólanum í Aberdeen og segja vísindamennirnir þar að lyfið dragi úr uppbyggingu á sérstöku prótíni í heilanum. Sérfræðingar í Alzheimers-sjúkdóminum hafa fagnað þessum rannsóknum en segja að frekari prófanir þurfi að gera á lyfinu. Hinsvegar virðist sem fyrsta raunverulega lækningin á Alzheimer sé fundin.

Sá sem stjórnaði rannsókninni, prófessor Claude Wischik segir að lyfið gæti farið á almennan markað árið 2012.

Umfangsmikil rannsókn á lyfinu er áformuð á næsta ári og þá á að kanna hvort hægt sé að nota það til að koma í veg fyrir að fólk fái Alzheimer.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband