Menningin blómstrar á Rhodos

 

Í vikunni kom út menningardagskrá Rhodosborgar sem inniheldur alla helstu menningarviðburði sumarsins. Það er óhætt að segja að nóg sé um að vera því dagskráin fyllir þrjá heilar síður. Þarna er urmull af tónleikum, konsertum og leik- og óperuverkum.  Það sem gladdi mig einna helst var að daniskcol2004sjá þarna Grísku söngkonuna Nana Moushouri og Kúbusveitina  sveitina Buona Vista Social Club. Þegar ég var við nám í Bretlandi um 1970 var Nana óhemju vinsæl þar og oft talað um hana sem fallegustu söngkonu í heimi "með gleraugu". Við strákarnir vorum allir rosalega skotnir í henni enda stórglæsileg kona hér á ferðinni.  Ég er alveg ákveðinn í að missa ekki af tónleikunum hennar þann 11. júlí n.k. Kúbanarnir verða hér 22. júlí og vissara að tryggja sér miða um leið og miðasalan hefst.

 

cq_BuonaVistaSocialClub


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband