Árleg skíðaferð Seyðfirðinga

Gísli á skíðumLoksins, loksins er aftur kominn miður febrúar, sem þýðir árleg skíðaferð Seyðfirska Alpaklúbbsins. Við höldum til Selva - Val Gardena á Ítalíu á morgun, laugardaginn 16. febrúar og við "strákarnir" munum væntanlega skíða sem aldrei fyrr í heila viku.  Að þessu sinni ætlar Theodór bróðir að koma með okkur en hann fékk heimild til slíks í afmælisgjöf í lok árs 2006.  Aðrir félagsmenn sem verða með að vanda eru foringinn Þorvaldur Jóhannsson fv. skólastjóri og bæjarstjóri og nv. framkvæmdastjóri SSA, Sigurður Jónsson verkfræðingur frá Hánefsstöðum, lögmaðurinn og útgerðarmaðurinn Adolf Guðmundsson og endurskoðandinn Sigurður Gíslason.  Verkaskipting í hópnum er afar skýr; foringinn Þorvaldur ræður öllu en raunverulega er það Adolf og við hinir sem tökum allar ákvarðanir (Þorvaldur bara fattar það ekki alltaf.  Besta ráðið til að draga athygli hans frá ákvarðanatökunum er að ræða svolítið um pólitík og jafnvel skjóta lausum skotum.  En þetta er auðvitað aukaatriðið aðalatriðið er að við höfum óendanlega gaman af því að skíða saman, borða saman, spjalla saman og skemmta okkur saman og það hefur aldrei klikkað og það mun aldrei klikka.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband