Heimsókn til Haítí – annars fátækasta ríkis heims

Gísli á HaítíEyjan Hispaniola, eins og Kristófer Kólumbus nefndin hana liggur í suð-austur af Kúbu. Á eyjunni eru í dag tvö ríki; Haítí er á vestur hlutanum og Dóminíska lýðveldið, sem er um 2/3 eyjunnar að austan.  Saga þessara landa er samofin og blóði drifin en síðan 27. febrúar árið 1844 hafa þetta verið tvö aðskilin ríki. Þau bera bæði með sér nafnið lýðveldi en Haítí aðeins að nafninu til. Samkvæmt upplýsingum Sameinuðu þjóðanna er Haítí talið annað fátækasta ríki heims og landamæranna er vel gætt því ásóknin í að komast fyrir þau til austur er gríðarleg sem vonlegt er.

Við erum búin að vera að leita lengi að möguleika á að fara í heimsókn til Haítí en án árangurs. Þá ákváðum við að taka málin í okkar hendur og fara bara á eigin vegum og láta slag standa. Við skiptum liði og við Þóra Björk 9. febrúar og Fríða Dögg og Gunnþórunn þann 10.

Það tók okkur fjórar klukkustundir að keyra að landamærunum og finna nokkuð öruggt stæði fyrir bílinn síðan bitum við á jaxlinn og réðum heimamann, sem var að sniglast þarna sem leiðsögumann.  Fyrst þurfti að komast út úr Dóminíska og yfir á brúna á ánni sem aðskilur löndin og er hlutlaust svæði, sem gætt er af hermönnum frá Úrúgvæ og síðan inn í Haítí þar sem landamæranna er gætt af herflokki Sameinuðu þjóðanna ásamt hers Haítí. Þarna var mikið af skuggalegu fólki með enn skuggalegri vopn þar sem allir eru að passa upp á alla og maður finnur hvernig kraumar undir. Sameinuðu þjóðirnar eru þarna greinilega til að grípa inní ef upp úr síður.

Leiðsögumaðurinn okkar sagðist tala góða ensku en fljótlega kom í ljós að eina setningin sem hann var alveg með á hreinu var "you understand?" en stundum náðum við þó að reikna út hvað hann var að segja okkur. Hann vildi endilega láta keyra okkur 35 km inn í landið til einhvers bæjar en við afþökkuðum það og létum duga að skoða landamærabæinn Ouanaminthe og sú ákvörðun okkar reyndist góð því eftir að hafa gengið okkur upp í hné vorum við hreinlega búin að fá nóg. 

Fyrrverandi lögreglustöðInni í miðjum bænum var stór markaður heimamanna þar sem þeir voru að selja allt milli himins og jarðar - allt notað og allt allskonar drasl - allt sem nöfnum tjáir að nefna. Mannþröngin var gífurleg og rykið og reykurinn í loftinu ásmat undarlegum daun ætlaði okkur alveg að drepa.  Leiðsögumaðurinn setti klút fyrir andlitið en við höfðum ekkert svoleiðis meðferðar og létum þetta því yfir okkur ganga. Fátæktin þarna blasir allstaðar við. Hýbýli mamma eru ömurleg og flest barnanna án skófatnaðar og sum án fata.  Stór bygging er í miðju bæjarins sem er að hruni komin eftir uppreisn sem þarna var gerð fyrir ekki löngu síðan. Þetta var eitt sinn lögreglustöð en er nú rústir einar.  Eitt og eitt hús á stangli sýnist þó vera góður mannabústaður og í öllum tilfellum var skýringin sú að eigandi hefði Amerískt vegabréf og byggi þar líka - hreint með ólíkindum að sjá þessi hús innan um alla kofana og fátæktina. Ég má ekki gleyma að þarna sáum við líka mjög fallega byggða kaþólska kirkju en kirkjan virðist alltaf eiga peninga til að reisa glæsibyggingar þó sóknarbörnin eigi ekki bót fyrir boruna á sér og varla nógan mat til að nærast eðlilega. Flestir íbúar Haítí eru þó Vúdú trúar þar sem hið illa er dýrkað í bak og fyrir. Tungumálið þeirra er kreol en sumir tala líka frönsku þar sem Haítí var eitt sinn frönsk nýlenda.

Markaður á HaítíVið vorum bæði örþreytt þegar við loksins komumst aftur yfir landamærin eftir dálítið bras og ánægð með að sjá að bíllinn okkar var í heilu lagi. Þá áttum við eftir að keyra í fjóra klukkutíma til að komast aftur til Cabarette þar sem hótelið okkar er. Mikil lífsreynsla, sem ég á ómögulegt með að koma í orð og mikill dagur að baki sem mun örugglega aldrei renna mér úr minni og vonandi lærist mér betur að meta það sem ég á og það sem ég hef að láni í þessu lífi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Andskotans færsla er þetta! Hér erum við ég og minn elskulegi í kafalsbyl og ég þoli ekki að lesa svona færslur um sól og huggelighed!!! Veðurteppt í Reykjavík og vissum ekki einu sinni hvort við kæmumst norður til þess að vera viðstödd skírninga hjá Elmu Lind. Hittum ,,grafarann" og frú í Óperunni á föstudagskvöldið. Hress eins og alltaf.  Æ greyið mitt gott að þú komst á leiðarenda. I love this með leiðsögumanninn, hehehhe í Prag er sagt ,,Not posible , big problem"    

Ía Jóhannsdóttir, 13.2.2008 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband