Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Bandríkjamenn hafna allri efnahagsaðstoð frá mér

 

Þegar ég kom til Bandaríkjanna fyrir um viku síðan átti ég í veskinu mínu nokkrar evrur, smá afgang frá því í sumar, sem ég hugðist skipta í dollara til að kaupa mér bækur eins og ég geri vanalega þegar ég kem hingað vestur.

eurosEitt það fyrsta sem ég gerði þegar ég var í Philadelphia var að fara inn í banka og bað gjaldkerann um að skipta evrunum yfir í dollarar. "Ertu með reikning hjá okkur" spurði gjaldkerinn. "Því miður ekki hægt nema þú hafir reikning". Prufaði annan banka og sama svarið. Þetta gat ég ekki skilið á annan veg en "við höfum ekki áhuga á evrunum þínum".  Birna dóttir mín bauðst til að taka evrurnar mínar með sér í sinn banka í Bristol þar sem hún er með reikning.

Þar var svarið svolítið flóknara. "Jú við getum skipt þessu en fyrst verðum við að senda evrurnar í höfuðstöðvar bankans og þú gætir búist við að fá þetta inn á reikninginn þinn eftir viku tíma. Auk þess þá þarft þú að greiða kostnað upp á ca. 50 dollara"

Enn eina fyrirspurn gerðum við hjá fólki sem hefur vit á efnahagsmálum. "Þú getur fengið þessu skipt á flugvellinum í Philadelphia en hver kostnaðurinn er veit ég ekki". Frá okkur á flugvöllinn í Philadelphia er um eins og hálftíma akstur hvora leið.  Ég tel hæpið að við förum að aka í þrjár klukkustundir til að skipta örfáum evrum og svo er olíufatið komið langt yfir 90 dollara.

4698355r59Niðurstaðan er sem sagt sú að mér er ómögulegt að styrkja efnahagskerfi Bandaríkjanna með að því að eiga við þá viðskipti.  Ég ætlaði að kaupa bækur eftir Jeffrey Gitomer, hann verður af einhverjum höfundarlaunum. Ég ætlaði að kaupa nýju bókina hans Eric Clapton og hann verður líka af höfundarlaunum og bóksalinn fær minna í kassann og trúlega verður tap hjá honum af rekstrinum í október.

Héðan í frá ætla ég ekki að hafa neina samúð með lélegu efnahagsástandi Bandaríkjamanna og slæmri stöðu dollarans gagnvart evrunni. Þeir hafa sem sagt hafnað allir efnahagsaðstoð frá mér og Bush segir ekki orð.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband