Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Fjölskyldufréttir

 

sundlaugÞað er mikið að gerast á "stóru heimili" þessa dagana.  Um síðustu helgi var ég á faraldsfæti með námskeiðin mín. Byrjaði í Reykjavík á laugardeginum og var þá með fyrirlestur fyrir fagfélag skurðhjúkrunarfræðinga á Grand Hótel. Strax af því loknu varð ég að hendast vestur að Reykjanesi við Ísafjarðardjúp en þar var ég með námskeið á sunnudagsmorgninum.  Eftir hádegi keyrði ég svo suður aftur í frábæru veðri og það var ekki leiðinlegt að aka niður af Þorskafjarðarheiðinni niður í Breiðafjörðinn skammt frá Bjarkarlundi.  Eftir helgina var svo námskeið fyrir Securitas þannig að þessa var nokkuð annasöm helgi.

 

 

Sonja LivSonja Liv fór í kirtlatöku í gær og nú bíð ég eftir að heyra hvernig hefur gengið.  Mér er enn í fersku mynni þegar ég fór í svipaða aðgerð á barnadeild Landakotsspítala og þurfti þá að liggja inni í um viku tíma.  Sonja Liv er hörku stelpa og verður örugglega búin að jafna sig á þessu á örfáum dögum. 

 

 

 

S4010017Birna var að fá sér nýjan bíl í Ameríku og er voða montin.  Þetta er greinilega töluvert minna farartæki en maður á að venjast þarna í vestrinu en nú er bensínið orðið dýrt þar líka svo "minna er betra"

 

Chloe sundChloe er væntanleg heim í smá helgarfrí núna um helgina. Kemur heim á föstudagskvöld og flýgur til baka aftur á mánudag.  Hún er komin á fullt í arkitektaskólanum í Newcastle og líkar rosa vel.


Koma Bítlarnir tveir?

Las þessa skemmtilegu "eldri borgara" færslu á bloggin hans Magga Einars og finnst því við hæfi að setja inn viðeigandi mynd af þessum heiðursmönnum ásamt Harrison sáluga (blessuð sé minning hans).

4698310r84"Nú berast þær fréttir að eitt frægasta ryþmapar rokksögunnar muni dvelja á Hótel Borg í nokkra daga í upphafi októbermánaðar. Sem er gleðifregn. Vonandi verður gott veður og þeir Ringo og Paul látnir í friði. Sem ég býst alveg við enda eru þetta pensjónistar. Maður á að vera almennilegur við eldri borgara og sýna þeim tillitssemi."

 


Nokkrar óborganlegar myndir í viðbót

4763175omr   4803353f9d  4803357wa0

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband