10 góða ráð fyrir stjórnmálamenn sem ætla að hafa áhrif og ná árangri

 

Skrifaðu þína eigin kynningu sem þú vilt að fundarstjóri noti.

Vertu alveg viss um hverjir muni verða áheyrendur þínir, af hverju þeir koma og af hverju þú ætlar að tala.

untitled4Mættu snemma og fullvissaðu þig um að þú sért sáttur við aðstæður og þau tól og tæki sem þú ætlar að nota.

Fyrstu 30 sekúndurnar eru mikilvægastar. Ekki nota þær í "góðir fundarmenn bla bla bla" eða í að tala um veðrið. Byrjaðu strax á mikilvægustu upplýsingunum og endaðu svo á toppnum. Ekkert jamm, japl og fuður.

Ekki byrja ræðuna þína á brandara nema þú sért snillingur í því að segja brandara. Ef þú segir misheppnaðan brandara munt þú missa athyglina og traustið.

Ef þú ætlar að tala í 15 til 30 mínútur skalt þú ekki reikna með að geta sagt allt sem þú vildir sagt hafa. Leggðu áherslu á tvö til þrjú mikilvægustu atriðin.

Notaðu tölur í hófi. Notaðu frekar stærðir. Fátt er leiðinlegra að hlusta á en tölur og þær gleymast fljótt.

Ekki lesa ræðuna þína. Horfðu á áheyrendur og hafðu athygli þín á þeim. Skrifaðu gjarnan niður minnispunkta í réttri röð og talaðu út frá þeim.

Segðu áheyrendum; hérna vorum við, hér erum við og þangað ætlum við. Notaðu við en ekki þið.

Útsettu ræðuna þína fyrir flutning. Æfðu þig eins oft og þú hefur tök á. Spurðu sjálfan þig eftir hverja setningu eða málsgrein;  skiptir þetta megin máli? Ef ekki strikaðu það þá út.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Takk fyrir þetta. Nú er ég búinn að læra að vera stjórnmálamaður næst er bara að sækja um vinnu í skrípaleikhúsinu æruverðuga.

Offari, 4.2.2009 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband