Sölumennska á erfiðum tímum

Allir eru að tala um kreppuna. Flest fyrirtæki eru þegar farin að finna fyrir henni.
Eftirspurn hefur minnkað og sölufólk segir að það verði sífellt erfiðara að loka sölu. Sölufólk selur ekki aðeins vörur og þjónustu heldur líka viðhorf og trú á framtíðina.
Góður sölumaður veit að hann eða hún getur aldrei selt neinum ef andrúmsloftið er neikvætt. Góður sölumaður er alltaf í "stuði", trúir á sjálfan sig og þá vöru eða þjónustu sem hann selur og hjálpar viðskiptavinunum. Þetta á ekki síst við þegar þeir eru með vindinn í fangið. Á slíkur tímum verður sölufólkið að fá alla þá aðstoð sem það getur og nota alla þá þekkingu sem fáanleg er.
Því meiri sem samkeppnin er því mikilvægara er að sölufólkið hafi réttu vopnin til að berjast með. Sölumennska snýst mikið um að halda upp rétta andrúmsloftinu ekki síður en kunna og skilja réttu aðferðirnar á erfiðum tímum.

Er þitt fyrirtæki tilbúið í slaginn?

Nýjar hugmyndir í sölumennsku
námskeið fyrir sölufólk

Árangur í sölumennsku og nútíma sölutækni byggja á því að seljandinn sé virkur og geri sér grein fyrir því að árangur hans er undir honum sjálfum kominn, ekki viðskiptavininum eða fyrirtækinu sem hann vinnur hjá. Kynntar verða nýjar hugmyndir í sölumennsku sem eru ræddar og útfærðar í vinnuhópum.

Meðal þess sem tekið verður fyrir er:

  • Söluhringurinn, sölufundurinn og hvernig sölumenn gera sig eftirminnilega?
  • Hvernig vilja viðskiptavinir láta koma fram við sig?
  • Hvernig skapast viðskiptatryggð?
  • Mótbárur - hvaða mótbárur eru raunverulegar og hvernig tökum við á þeim?
  • Einnig verður fjallað um viðhorf og viðmót sölumanns og aðra árangursríka þætti.
    Framkoma, viðmót og afstaðan til viðskiptavinarins skiptir sífellt meira máli.
  • Í harðri samkeppni um hylli neytenda geta ýmis smáatriði líka ráðið úrslitum um það hvaða orðspor fer af þjónustu fyrirtækis.

Fyrir hverja?

Ætlað starfsfólki verslana,  sölufyrirtækja svo og öllum þeim sem starfa í þjónustu.

Tímalengd: 3 til 6 klst. Námskeiðið er sérsniðið eftir þörfum hvers fyrirtækis.

Meiri upplýsingar í sími 690 7100

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband