Sex dollarar fyrir hvert atkvæði og kosningakaffi á Starbucks

untitled 1Nú er kosningaspennan alveg í hámarki hér í Bandaríkjunum þrátt fyrir að flestir spái Obama (NObama) sigri. Kosningasjónvarpið er löngu byrjað þrátt fyrir að um 9 klst. séu þangað til fyrstu kosningastöðum verður lokað.  Pensilvania er eitt af þessum ríkjum þar sem hvað mest spenna er í lofti og mikil örtröð var á kosningastöðvum um leið og þær opnuðu en síðan hefur heldur dregið úr og þegar þetta er skrifað er allt í þokkalegu jafnvægi.
Þetta er langdýrasta kosningabarátta hingað til (eins og raunar í hverjum kosningum) og lauslega reiknað eru frambjóðendur að verja sem nemur 6 $ fyrir hvert atkvæði. Obama er þar með höfuð og herðar yfir McCain og hafa auglýsingarnar hans í sjónvarpinu yfirgnæft nánast allt annað. Þetta eru ógnar háar upphæðir ef við reiknum þær á genginu í dag eða nálægt 800 krónum íslenskum.
starbucksStarbucks kaffihúsakeðjan (sem auglýsir sjaldan eða aldrei) hefur látið þau boð út ganga að allir sem þangað koma í dag og segjast hafa kosið fái frítt kaffi. Þetta myndum við á Íslandi kalla "kosningakaffi".
Hér loka kjörstaðir klukkan átta í kvöld en ekki fyrr en klukkan eitt í nótt (að okkar tíma ET) í Alaska, heimaríki Palins. Þrátt fyrir allar spár er víst að þetta verður bæði sögulegur og spennandi kjördagur sem örugglega verður skráður í allar sögubækur komandi kynslóða.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband