Vaknar alltaf glaður með kærustunni

 Úr Fréttablaðinu s.l. föstudag:

n576409751_604863_6010"Það er allt fínt að frétta af mér," segir Gylfi Blöndal, skemmtanastjóri á tónleikastaðnum Organ.

"Ég er svolítið spenntur að komast í frí en ég er á leiðinni í tónleikarferðalag með Borko og Seabear um Evrópu um miðjan september." Gylfi segir það kærkomna tilbreytingu að komast aftur upp á svið. "Nú er ég búinn að vera í heilt ár á bak við tjöldin svo að þetta verður nýtt og skemmtilegt."

Gylfi segist annars vera mjög mjúkur þessa dagana. "Ég er svo ástfanginn af kærustunni minni. Ég vakna alltaf glaður með henni," segir Gylfi.

"Hins vegar er ég afskaplega leiður yfir því að kveðja Helga Alexander vin minn sem er að flytja til Lundúna um mánaðamótin. Það er mikill missir að svona góðum félaga."

Rekstur Organ er nú kominn á annað ár og gengur vel. "Við förum spennt inn í haustið með mikið af tónleikahaldi sem endranær. Við erum orðin mjög spennt fyrir landsmóti tónlistarmanna í október, Iceland Airwaves, og hlökkum til að taka þátt í því aftur," segir Gylfi og bætir við að þetta sé líka "skemmtilegasta tónlistarhelgi ársins."

Tónlistarspurningakeppnin Poppkviss hefst á ný í haust. "Keppnin gekk svo vel að við verðum að halda henni áfram."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband