Lífiđ er dásamlegt á Rhodos – 100 manna ţjóđhátíđ.

 

Lífiđ hér á Rhodos er bara dásamlegt. Um ţessar mundir er dálítiđ heitt og hitinn á daginn fer vel yfir 30°. Ţegar ég fór út ađ borđa í gćrkvöldi um kl. 21:30 stóđ hitamćlirinn minn í sléttum 30°. Hér hefur ekki sést ský á himni síđan viđ komum hingađ ţann 24. maí. Ţví var gaukađ ađ mér ađ um daginn hafi Rhodos veriđ eini viđkomustađur íslenskra sólarlandafara ţar sem veđriđ var betra en gott. Ţóra Katrín sagđi mér t.d. ađ veđriđ heima hjá henni á Ítalíu hafi veriđ hálf leiđinlegt, kalt og rigning.
Viđ héldum 17. júní hátíđlegan međ um 100 íslendingum sem fóru í skrúđgöngu sem endađi á veitingastađ ţar sem allir borđuđu saman. Virkilega vel heppnađ kvöld ţar sem viđ borđuđum góđan mat, lékum íslenska tónlist og fórum í kvćđakút. Fyrri parturinn sem átti ađ botna var svona:

Gaman er á Grikklandsströndu
glöđ ţar stígum Zorbadans.
Botninn sem vann var svona:                                                Fararstjórar í sínu fínasta
Sćkjumst eftir sćtum Ajopi
oft ţeir hafa sćtan rass.

Ađrar sem bárust voru afar skemmtilegar en rétt er ađ taka fram ađ ekki ţurfti neitt sérstaklega ađ fylgja reglum um bragarhátt:

Gaman er á Grikklandsströndu
glöđ ţar stígum Zorbadans.
Einn - tveir Mythos og Jagermćster                                  Međ starfsfólkinu á Patty´s
og kellingin má fara til andskotans.

Gaman er á Grikklandsströndu
glöđ ţar stígum Zorbadans.
Viđ skálum öll í sterkri blöndu
og stígum svo í vangadans.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband