Gamlar myndir - góðar minningar

Ég var ekki í neitt rosa góðu skapi þegar ég loksins lét varða af því að taka til í geymslunni og henda því sem löngu er búið að þjóna þeim tilgangi að vera geymt og líka gleymt.  Andlegt ástand breyttist þó fljótt þegar ég rak augun í kassa, með því sem ég hef kallað á sínum tíma "munir og minjar" og í ljós komu nokkrar gamlar ljósmyndir sem ég hélt að ég væri löngu búinn að tapa.  Ég ætla að skanna inn nokkrar af þessum myndum og setja í myndaalbúm sem ég kalla bara gamlar myndir. Til gamans læt ég tvær fylgja hér með. 
Gísli sem fallegt og saklaust barnFyrri myndin er að sjálfsögðu af mér sjálfum, tekin í bankanum hjá afa og ömmu Stórsveit Tónlistarskóla Siglufjarðarog sú síðari er frá vetrinum mínum á Siglufirði og er tekin á árshátíð Gagnfræðaskóla Siglufjarðar. Þar spilaði þessa sérstaka hljómsveit en við vorum allir nemendur í Tónlistarskóla Siglufjarðar þenna vetur.  Kennari okkar og stjórnandi var hinn stórkostlegi Gerhard Smith.  Aftan á myndina hef ég skrifað: Á árshátíð GS. Frá vinstri; Magnús Guðbrandsson (gítar), Gísli Blöndal (tenor sax), Gerhard Smith (stjórnandi) Guðbrandur Gústafsson (alto sax), Víðir Eggertsson (barinton sax), Elías Þorvaldsson (píanó) og á trommur Valgeir Sigurðsson.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Það virðast margir bloggarar vera í tiltektarstuði.  Ekki ég!  Nenni ekki svoleiðis veseni en gæti verið þess virði ef maður rækist á svona perlur eins og þú hefur gert hér Gísli minn.

Ía Jóhannsdóttir, 17.4.2008 kl. 07:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband