70 ára meistaraverk Gunnars Kristjánssonar

 

CIMG1146Það kom mér skemmtilega á óvart að sjá í nýja og glæsilega skíðaskálanum í Stafdal innrammaða auglýsingu, sem ég man eftir sem barn af háaloftinu hjá okkur á Túngötunni á Seyðisfirði.  Þetta er auglýsing sem Gunnar heitinn Kristjánsson gerði árið 1939 eða tæpum tíu árum áður en ég fæðist.  Auglýsingin er um skíðamót sem haldið skal á Watnestúni. Það var erfitt að ná góðri mynd af henni þar sem birtan endurspeglaðist í glerinu í rammanum. Ég held samt að það sem hægt að lesa textann. Auglýsingin sem slík er auðvitað meistaraverk og yrði varla betur gerð í dag, tæpum 70 árum síðar með allri þeirri tölvutækni sem við þekkjum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Við systkinin fundu nokkur skjöl upp á háalofti eftir að pabbi dó. Það tengdist líka skíðum og K16 genginu sem voru stákar úr Versló en pabbi var í Versló í den.  Það var dálítið átakanlegt, við kynntumst einhverjum öðrum manni sem við höfðum aldrei þekkt.  Svona er nú lífið

Góða helgi Gísli minn. 

Ía Jóhannsdóttir, 27.3.2008 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband