Seyðfirski Alpaklúbburinn í Selva

 

SF-ALP félagarÁrleg skíðaferð okkar félaganna í SF-ALP, Seyðfirska alpaklúbbnum, gekk betur en vel. Veðrið lék við okkur og skíðafæri var eins og best verður á kosið. Við erum allir sammála um það að við höfum ekki skíðað við betri aðstæður.  Allir eru heilir þó sumir hafi fengið smá byltur og í raun frekar haft gaman af en hitt. 

Árleg kvöldveisla okkar var á fimmtudaginn og voru þau Halldór Guðmundsson og Anna Björnsdóttir gestir að þessu sinni og voru Önnu færðar sérstakar þakkir fyrir merkið okkar, sem hún hannaði. Þá var Theodór bróðir tekinn formlega inn í klúbbinn að lávarða sið en í stað sverðs var auðvitað notaður skíðastafur.
Skakkur með skakka flösku í afmælisgjöfSigurður Jónsson flutti mér afmælisræðu fyrir hönd félaganna og færði mér að gjöf m.a. "skakka" flösku af eðalvíni.  Foringinn okkar Þorvaldur Jóhannsson fór á kostum og Adolf Guðmundsson og Sigurður Gíslason léku auðvitað stórt hlutverk eins og alltaf. Að veislu lokinni var farið niður á bar þar sem afmælissöngurinn var sunginn og nokkrir góðir slagarar teknir við mikinn fögnuð allra viðstaddra.

Við félagarnir komum allir heilir heim síðdegis á laugardag eftir eina af okkar allra bestu skíðaferðum til þessa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Áttirðu afmæli kallinn minn, til hamingju!  Flott myndin af þér en heyrðu varstu með skíðagleraugun allan tímann, það er eins og það séu hvítir hringir í kringum augun.  Skelltu sólbrúnkukremi á þetta strax svo ekki nokkur maður sjái þessi ósköp   

Ía Jóhannsdóttir, 24.2.2008 kl. 00:10

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Gleymdi einu settu myndina ekki seinna en núna í viðgerð, you know svona photo......

Ía Jóhannsdóttir, 24.2.2008 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband